Sarpur fyrir 21. febrúar, 2005

unhvur útlendingur niðri í þvottahúsi hjá mér að t…

unhvur útlendingur niðri í þvottahúsi hjá mér að tengja ljósleiðarakapalinn fyrir orkuveituna. Hvað gerir maður eiginlega með það? Eru þeir komnir með einhverja þjónustu í ljósleiðarakerfinu eða er bara verið að tengja þetta til að geta mögulega sent um þetta einhver gögn einhvern tímann síðar?

Einu sinni vann ég hjá Rafmagnsveitunni. Það var gott fyrirtæki og vel rekið, með snilldar starfsmannastefnu. Svo var þetta allt sameinað undir Orkuveituhatt, einhverjir vatnskettir settir yfir og Alfreð vinur tók taumana. Heimur versnandi fer…

Þemavika í Hafnarfirði, við verðum að spila og dan…

Þemavika í Hafnarfirði, við verðum að spila og dansa þjóðdansa, einn tónfræðakennarinn sér um það. Ég er ekki neitt sérlega flink að dansa eða læra spor, verð örugglega lengur en krakkarnir að læra þetta. Fjör! (arrgh)

uss nei annars, þetta verður örugglega bara gaman. Vorum með svona þemaviku í fyrra líka, þá var það slagverksnámskeið. Gott að brjóta kennsluna svona upp, krakkarnir tóku tónfræðaprófin í síðustu viku, gott að vera (nærri) búinn með þann pakka.


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa