Sarpur fyrir 1. febrúar, 2005

Búin að vera strembin vika í meira lagi. Hellings…

Búin að vera strembin vika í meira lagi. Hellings undirbúningur fyrir upptökur, verulega heví helgi, upptökur á föstudegi til miðnættis, laugardegi dittó og svo sunnudegi til sex. Að sjálfsögðu ekki farið að sofa fyrr en um fjögurleytið báðar næturnar, maður er alltaf jafn vitlaus. Síðan í bæinn, sofnaði svo sem ekkert mega seint á sunnudagskvöldið en ekkert snemma heldur. Stóð á haus í að búa til prógramm og láta prenta, í gærmorgun, svo undirbúningur fyrir kennslu, kenna frá þrjú til sjö, rjúka heim, hjálpa smá til við eldamennsku, fara í konsertföt og fés, borða, þeytast út í Seltjarnarneskirkju og svo tónleikar frá 10 til 11 um kvöldið. Adrenalíninnspýtingin á tónleikunum gerði það að verkum að það var ekki séns að sofna í gær, fyrr en löngu eftir miðnætti.

Og ef dagurinn í dag hefði nú verið eitthvað léttur, ónei. Með strákinn til læknis klukkan átta, kennarafundur hálfellefu, heim, undirbúa kennsluna í snarhasti, kenna frá tvö til sex, sækja stelpurnar sína á hvorn staðinn, heim og klykkt svo út með hljómsveitaræfingu frá átta til hálfellefu. Elfa Rún mætti og spilaði að sjálfsögðu eins og engill, hljómsveitin skelfileg í fyrra rennsli en snarskánaði síðan þegar hún komst í gang.

Skreið síðan heim, hélt ég myndi sofna undir stýri.

og í staðinn fyrir að fara að sofa, sit ég hér og blogga. Reikkva ammér 🙂

ooojjj!

ooojjj!


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa