matarboð tókst um það bil fullkomlega, forréttur úr nýju fiskbók Hagkaupa, bara fínt, of mikill laukur samt, á eftir að aðlaga hann okkar smekk, verði hann endurtekinn. Sveskjusvínið (Porc aux pruneaux) tókst fullkomlega í þetta sinn, nóg eftir líka fyrir matinn annað kvöld. Snilld. Og svo var súkkulaðikakan frá henni Hallveigu fullkomin að venju, bara með þeyttum rjóma og jarðarberjum. Buðum upp á Tokaji desertvín með kökunni, hugsa nú samt að ef Hallveig hefði verið á svæðinu hefðum við ekki sloppið við að hafa kaffi líka…
Yngri krakkarnir spiluðu fyrir matargestina við góðar undirtektir. Fífa sleppti því í þetta sinn. Freyja vildi hins vegar bæði spila og dansa; fékk að sjálfsögðu leyfi til þess. Ekki sviðsfeimin, stúlkan sú.
Nýlegar athugasemdir