Sarpur fyrir 27. febrúar, 2005

matarboð tókst um það bil fullkomlega, forréttur ú…

matarboð tókst um það bil fullkomlega, forréttur úr nýju fiskbók Hagkaupa, bara fínt, of mikill laukur samt, á eftir að aðlaga hann okkar smekk, verði hann endurtekinn. Sveskjusvínið (Porc aux pruneaux) tókst fullkomlega í þetta sinn, nóg eftir líka fyrir matinn annað kvöld. Snilld. Og svo var súkkulaðikakan frá henni Hallveigu fullkomin að venju, bara með þeyttum rjóma og jarðarberjum. Buðum upp á Tokaji desertvín með kökunni, hugsa nú samt að ef Hallveig hefði verið á svæðinu hefðum við ekki sloppið við að hafa kaffi líka…

Yngri krakkarnir spiluðu fyrir matargestina við góðar undirtektir. Fífa sleppti því í þetta sinn. Freyja vildi hins vegar bæði spila og dansa; fékk að sjálfsögðu leyfi til þess. Ekki sviðsfeimin, stúlkan sú.

ég ætlaði sko ekki að vera til fimm, nei nei! ég?…

ég ætlaði sko ekki að vera til fimm, nei nei! ég? Að sjálfsögðu komum við heim klukkan fimm. Langt síðan maður hefur haft svona mikið úthald.

Kjúklingavængirnir voru fínir, geri þetta örugglega aftur einhvern tímann. Verð að kaupa þessa ananaschilisósu aftur, hún gefur ansi gott bragð.

Svo er bara að koma sér í stuð til að elda, ekki aaalveg upp á okkar besta…


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa