Sarpur fyrir 4. febrúar, 2005

Sinfónían í gærkvöldi, flottir tónleikar. Verk ef…

Sinfónían í gærkvöldi, flottir tónleikar. Verk eftir Jón Nordal, Atla Heimi, Hauk Tómasson og Kjartan Ólafsson. Una Sveinbjarnardóttir lék einleik í verki Atla, gerði það með glæsibrag. Verkið ekki sérlega aðgengilegt, og örugglega hunderfitt í flutningi. Ég var hrifnust af Venite ad me, eftir Jón Nordal og svo verkum Hauks. Dauðlangar til að sjá óperuna hans, verkið sem hann fékk tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir. Að minnsta kosti var búturinn úr því sem var fluttur í gærkvöldi ekkert smá flottur.

Tónskáldapartí á eftir, allt of mikið rauðvín. Mygluð í dag, en þess virði. Andlega þenkjandi slagverksleikari tók mig í sálgreiningu þegar vel var liðið á partíið. Ég er víst Scholar. Merkilegt…


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa