Sarpur fyrir 8. febrúar, 2005

Hér sit ég, með samviskubit, í staðinn fyrir að ve…

Hér sit ég, með samviskubit, í staðinn fyrir að vera á hljómsveitaræfingu. Er búin að vera að reyna að ákveða mig síðan á sunnudaginn hvort ég verði með í næsta prógrammi. Dauðlangar til að spila aftur með Danna, hann var fínn þegar hann stjórnaði okkur síðast. Hef hins vegar engan veginn tíma. Niðurstaðan líklega sú að ég ætla að spila mig stóran fiðluleikara, sleppa fyrstu 3 æfingunum en mæta á hinar 3 og tónleika.

Það er að segja ef ég kemst upp með það og þau vilja leyfa mér 😉

Aðalfundur Íslenskrar tónverkamiðstöðvar í gær, mj…

Aðalfundur Íslenskrar tónverkamiðstöðvar í gær, mjöööög fámennt (allir félagar dauðþreyttir eftir törnina/lokapartíið á Myrkum). Ég er í stjórn=skyldumæting. Varð að gefa síðasta bekknum mínum frí, bæti upp síðar. Var fundarritari, náttúrlega þvílík snilldarhugmynd, hef pottþétta afsökun fyrir að vera ekki fundarritari á Tónskáldafélagsaðalfundinum sem nálgast.

Annars sérkennilegt að ég og Elín vinkona höfum skipst á að vera fundarritarar þar síðustu 5 árin amk, er nú eiginlega kominn tími á karlkyns ritara…


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa