Sarpur fyrir 23. febrúar, 2005

Það er flókið að vera bara á einum bíl. Fimmtudag…

Það er flókið að vera bara á einum bíl.

Fimmtudagarnir eru verstir. Þá þarf Jón Lárus að hafa drossíuna þar sem hann fer með litla gutta í víólutíma klukkan kortér yfir tvö. Þegar hann er búinn er brunað með stráksa aftur í leikskólann, Freyja sótt í skólann, ég hingað heim, Jóni skutlað aftur í vinnuna, ég og Freyja inn í Sporthús þar sem hún er í jassballett og ég í ræktinni á meðan. Að því loknu sækjum við Freyja Finn aftur í leikskólann, skutlum Fífu í kór inn í Langholtskirkju (þessum lið mætti reyndar sleppa, Fífa getur alveg tekið strætó, en þetta er bara alveg í leiðinni) og að síðustu sækja Jón í vinnuna.

Á morgun flækist málið enn frekar þar sem ég á að mæta á kennarafund í Suzukiskólanum klukkan 9, á sama tíma og Finnur mætir í leikskólann. Ég er ekki enn búin að finna út úr því hvernig við leysum þetta. Leigubíll, trúlega…

tek undir með litla bróður, þessi grein hans Hnakk…

tek undir með litla bróður, þessi grein hans Hnakkusar er tóm snilld!

Páskaliljurnar farnar að stinga upp kollunum í gar…

Páskaliljurnar farnar að stinga upp kollunum í garðinum, athuga hvort öllu sé óhætt. Mikið væri nú gaman ef það kæmi ekkert illilegt kuldakast og við fáum blómstrandi páskaliljur í dymbilvikunni eða svo

já já, maður má nú láta sig dreyma…


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa