Sarpur fyrir 3. febrúar, 2005

Og talandi um Íslensku tónlistarverðlaunin… M…

Og talandi um Íslensku tónlistarverðlaunin…

Mikið held ég nú að blessuð akademían hafi farið inn á kosningasíðuna og krossað við nöfnin sem hún kannaðist við. Bryndís Halla með tvenn verðlaun og svo Víkingur Heiðar með björtustu vonina. Einmitt og nákvæmlega fólkið sem hefur fengið mestu pressuna.

Ekki það að þau eigi þetta ekki skilið, mjög frambærilegt fólk og flottir tónlistarmenn. Ég hefði þó kosið allt aðra (og gerði, reyndar)

Hefði viljað sjá Íslensku óperuna með flytjanda ársins að minnsta kosti. Besta sýning sem ég hef nokkru sinni séð í óperunni. Ekki veikur punktur.

Og svo Eyva eða Aton með björtustu vonina.

ójá.

Fór á tónleika Lúðrasveitar Reykjavíkur í gærkvöld…

Fór á tónleika Lúðrasveitar Reykjavíkur í gærkvöldi, voru haldnir klukkan 10 um kvöldið. Hélt þeir yrðu stuttir úr því þeir voru svona seint, en nei, ekki búnir fyrr en undir miðnætti, hlé og allt.

Fyrrihlutinn var svolítið þunnur í roðinu, ósköp skemmtilegt og fjörlegt en ekki sérlega innihaldsríkt. Eftir hlé lifnaði yfir dagskránni, verk eftir systkinin Báru og Lárus Grímsbörn. í verki Báru, Skinnpilsu (sic) var mikil stemning, áhrifarík notkun á slagverki og ýmsum effektum, án þess þó að þeir væru aðalatriðið. Enda fjallaði verkið um draug. Hefði trúlega þurft heldur meiri æfingu, samt, pínu óöruggt á köflum. Verk Lárusar, Óður II var mikið stuðstykki og vel spilað, sér í lagi af sólistanum, Berglind Maríu Tómasdóttur. Heyrðist vel að tónskáldið á rætur í poppinu.

Svo mætir maður á Sinfó í kvöld, bara verð að heyra Venite ad me á tónleikum. Það verk hefði átt heima í Tónlistarverðlaununum í gærkvöldi.

úpps!

úpps!


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa