Sarpur fyrir 14. febrúar, 2005

Prófavika hjá krökkunum í Hafnarfirði núna, alltaf…

Prófavika hjá krökkunum í Hafnarfirði núna, alltaf þægilegt að þurfa ekkert að vera að eipa uppi á töflu. Best að taka með eitthvað að lesa.

Ætlaði reyndar að láta slóðana mína úr Suzuki taka próf í 6. hlutanum í dag, mættu hvorugar. Búnar að vera að slúbbertast í þessum kafla í amk 2 ár ef ekki lengur. Ormar úr Versló. Lenda í vandræðum í vor, fá ekki stigsprófið sitt gilt.

aaahhh! vorum að uppgötva snilldar rauðvín frá Ch…

aaahhh! vorum að uppgötva snilldar rauðvín frá Chile, framleiðandinn heitir Cono sur og þrúgan er Carménère. Við eigum nokkur svona uppáhaldsvín í ódýrari kantinum, Vinas del Vero, gewurztraminer hvítvín og merlotvínið frá La Playa, bæði dottin út af lista í ríkinu (grrrr) en hægt að panta samt. Ekki eins og uppáhalds rauðvínið mitt í öllum heiminum, La Rioja alta sem maður getur ekki einu sinni pantað 😦 (keypti það úti í London síðast, eigum tvær) Vonandi helst þetta inni. Fer á innkaupalistann að minnsta kosti. Fáránlega ódýrt, kostar bara þúsundogníutíu. (frekar en ellefuhundruðogníutíu) Kaupa kassa…


bland í poka

teljari

  • 375.416 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa