bústaður

fórum um helgina upp að Hreðavatni í fullkomna afslöppunarferð með krakkana mínus ungling (sem var heima að unglingast). Gerðum nánast ekkert nema slaka á, erfiðasta sem við tókumst á við var að fara í sund. Fór að dæmi pabba og smíðaði vísu í gestabókina (sem ég hef reyndar aldrei séð fyrr en núna, þó við höfum gist í þessum sama bústað tvisvar áður)

Gott er að koma á Hreðavatns hlað
hent er upp grilli með brosi á fési
legið í sófa með sudokublað
sundlaugin heimsótt í Borgarnesi.

(já, veit, þetta er óttalegt hnoð, ég þarf að æfa mig í svona vísnasmíð – þó ég sé með fáránlega öflugt brageyra þá er ég hreint ekki flink að henda fram vísum. Þarf víst æfingu eins og annað)

Snilldarhelgi en samt gott að koma heim eins og alltaf.

6 Responses to “bústaður”


 1. 1 Jón Lárus 2009-04-5 kl. 20:40

  Ó, já. Þetta var svo fullkomið afslappelsi að ég fór ekki einu sinni út að skokka. Er þá mikið sagt.

 2. 2 Þorbjörn 2009-04-5 kl. 21:04

  Já, bara í bústað í Norðurárdalnum… Það er nú svolítið 2007 er það ekki.
  Hvernig var vínkjallarinn?

 3. 3 hildigunnur 2009-04-5 kl. 21:08

  Vínkjallarinn? Andsk! Við fundum hann ekki…

 4. 4 Þorbjörn 2009-04-5 kl. 21:46

  Nú, heilsuðuð þið ekki upp á Sigga Einars, þarna í nágrenninu?

 5. 5 hildigunnur 2009-04-5 kl. 21:51

  Nibb, hann var ekki heima. Nenntum ekki að fljúga til Tortóla…


 1. 1 Púff, « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2009-04-5 kl. 21:19

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 377.628 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: