fórum um helgina upp að Hreðavatni í fullkomna afslöppunarferð með krakkana mínus ungling (sem var heima að unglingast). Gerðum nánast ekkert nema slaka á, erfiðasta sem við tókumst á við var að fara í sund. Fór að dæmi pabba og smíðaði vísu í gestabókina (sem ég hef reyndar aldrei séð fyrr en núna, þó við höfum gist í þessum sama bústað tvisvar áður)
Gott er að koma á Hreðavatns hlað
hent er upp grilli með brosi á fési
legið í sófa með sudokublað
sundlaugin heimsótt í Borgarnesi.
(já, veit, þetta er óttalegt hnoð, ég þarf að æfa mig í svona vísnasmíð – þó ég sé með fáránlega öflugt brageyra þá er ég hreint ekki flink að henda fram vísum. Þarf víst æfingu eins og annað)
Snilldarhelgi en samt gott að koma heim eins og alltaf.
Ó, já. Þetta var svo fullkomið afslappelsi að ég fór ekki einu sinni út að skokka. Er þá mikið sagt.
Já, bara í bústað í Norðurárdalnum… Það er nú svolítið 2007 er það ekki.
Hvernig var vínkjallarinn?
Vínkjallarinn? Andsk! Við fundum hann ekki…
Nú, heilsuðuð þið ekki upp á Sigga Einars, þarna í nágrenninu?
Nibb, hann var ekki heima. Nenntum ekki að fljúga til Tortóla…