Sarpur fyrir 2. apríl, 2009

smá útskýring

með pákuleikarann sem sló í gegn.

eins og Ella giskaði réttilega á, sló hann í gegn um pákuna – skinnið hefur væntanlega verið veikt fyrir. Brást óaðfinnanlega við, sneri pákunni og kláraði kaflann, skaust síðan fram í næsta kafla sem hann var ekki að spila í, hringdi í rótara, skipaði þeim að fara heim til hans og sækja hans prívat pákusett og koma með PRONTÓ! svo svona tíu til fimmtán mínútum síðar var annað sett komið, fyrst fyrir pákuna sem brást, svo milli hluta í verkinu var hinni pákunni laumað inn – mun betra að hafa sett sem passar saman.

Ég skil eiginlega ekki hvers vegna Frank pákuleikari var ekki látinn standa sérstaklega upp og hneigja sig í lokin fyrir þessa glæsilegu björgun…

(hér má heyra upptökuna, pákuslagið er í lok annars kafla, ruv.is sýnir því miður ekki nákvæman tíma til að segja ykkur)

geeeeeeðveikir

tónleikar í kvöld!

Og pákuleikarinn sló í gegn…

Haydn í kvöld

Stel textanum frá Sinfó hér:

Joseph Haydn var einn mesti tónsnillingur klassíska tímans og í tilefni þess 200 ár eru liðin frá andláti hans flytur Sinfóníuhljómsveitin frægustu óratóríu hans, Sköpunina, á tónleikum fimmtudagskvöldið 2. apríl.

Sköpunin er stórkostlegt tónverk innblásið af óratórium Handels, sem Haydn heyrði þegar hann dvaldist í Lundúnum árið 1791. Verkið lýsir sjö dögum sköpunarinnar: óreiðan, ljósið, dýrin, náttúran, og loks Adam og Eva sem taka undir í glæsilegum lokakórnum. Ímyndunarafl Haydns er einstakt enda hefur óratórían notið gífurlegra vinsælda allar götur frá því hún heyrðist fyrst.

Á tónleikunum verður samankomið einvalalið frábærra tónlistarmanna. Stjórnandi er Paul McCreesh, sem er einn fremsti kórstjóri Breta um þessar mundir. Hljóðritanir hans fyrir Deutsche Grammophon hafa hlotið einróma lof, ekki síst nýr geisladiskur hans með Sköpuninni eftir Haydn sem hlaut Gramophone-verðlaun nýverið. Tímaritið Classic CD nefndi McCreesh meðal 100 merkustu stjórnenda 20. aldarinnar og augljóst að frumraun hans á Íslandi verður mikill viðburður.

Söngvararnir eru einnig margverðlaunaðir og stórgóðir – sérstaklega þarna mezzósópraninn… (já, þetta síðasta stendur reyndar ekki í Sinfóplögginu)

níðvísur

Málbeinið bauð níðvísur í tilefni gærdags, ég rétt náði að rétta upp hönd og fá eina (nánast neðst í kommentum). Tóm snilld, takk fyrir mig.


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa