Hvaða mamma hefur ekki sagt svona allavega einu sinni. Já, eða pabbi?
Sarpur fyrir 12. apríl, 2009
var búin að henda þessu inn á flettismettið en ekki hér.
Dýrka hljómaganginn sem er frá 57. sekúndu og rétt fram yfir mínútuna, endurtekinn í lokin, hún Mamiko mín greindi hann fyrir mig (ég er ekki sérlega góð í hljómgreiningu svona hratt…)
(já hann er btw Bb-Ab-Gm-F#-Bb6/4-F-Bb, eða í sætum I-bVII-vi-V#-I6/4-V-I)
fékk komment frá höfundi Gill á færsluna enskumegin. Fann svo út að ekki allir höfðu fattað brandarann þarna fyrir neðan, hann er nefnilega mjög fyndinn þegar maður nær punktinum…
Fórum í smá göngutúr um hverfið, sáum fyrstu fíflana í ár, smá af útsprungnum páskaliljum (okkar eru ekki alveg komnar enn, en styttist óðum), allt fullt af köttum, líka tveir hundar. Barn sofandi í vagni, annað svolítið stærra úti á litla róló hér bak við með mömmu sinni. Yndislegt veður, þó það sé ekki mikill lofthiti.
Stelpurnar drógu svo fram hjólin og fóru í langan hjólatúr.
Nýlegar athugasemdir