Sarpur fyrir 11. apríl, 2009

slepp alveg

við að fela páskaegg í ár, Fífa og pabbi hennar búa til sín eigin egg (sjá hér) og þora ekki að láta fela, Finnur heimtaði að fela mitt, Fífa felur Freyju egg og Freyja Finns. Bara fínt. Fífa er búin að eyða hálfum deginum í dag í að finna sniðugar vísbendingar fyrir Freyju – sem var búin að panta erfiðar vísbendingar. Þær fær hún.

rakst á

þvílíka snilldar comic seríu á vafrinu í gær, Gill, endaði á að lesa hann allan frá byrjun. Vel þess virði að fylgjast með. Verstur fjárinn að gocomics er ekki með hann inni hjá sér svo ég geti sett hann í daglega skammtinn minn.

litli gutti

var með lag á heilanum í dag (hef ég einhvern tímann nefnt hvað hann syngur vel?), mamma hans orðin frekar leið á stefinu sem hann söng í sífellu og nefndi það við hann. ‘Allt í lagi mamma, ég skal setja einhverja tónlist á í tölvunni. Hvar er þarna byrjunin á – let there be light?’

Stráksi vildi fá Sköpunina…


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa