(jámm, aldrei þessu vant :þ) um bloggið og flettismettið svolítið undanfarið. Verð að segja að mér finnst smettið gersamlega engan veginn koma í stað bloggsins, alveg fyrir utan hvað það er hroðalega grunnt, status tilkynningar þó þær geti verið smellnar og skemmtilegar koma engan veginn í stað (reyndar misskemmtilegra) röfla hér, ég hef fáránlega gaman af því að lesa bloggið mitt og komment við færslur afturábak, hvað var ég nú að gera á þessum tíma á síðasta ári, tildæmis, þegar ég hrundi í lungnabólguna fyrir rétt rúmlega ári síðan, hélt ég í mér lífinu með að skoða ferðasöguna frá Ítalíu árið áður og endurupplifa þá frábæru stórfjölskylduferð (takk enn og aftur, elsku mamma og pabbi). Hefði þetta verið hægt bara á smetti? ónei.
Svo hefur bloggið oft reddað mér með dagsetningar aftur í tímann, tónleika og annað, fyrir nú utan þarna þegar ég skildi ekkert í færslu af Hljómeykisreikningnum inn á minn eigin og bloggið bjargaði mér.
Moggabloggið drap okkur ekki, látum heldur ekki flettismettið gera það.
p.s. reyndar sé ég svo sem ekki mikil merki um slíkt, lesturinn hér hjá mér er ekkert minni en fyrir ári.
p.p.s. já og ég þoli twitter engan veginn. Maður er að reyna að vinna í tölvunni og svo hoppar einhver tilkynning inn í hornið og tekur einbeitinguna algerlega. Smettið ræður maður allavega hvenær maður skoðar.
Nýlegar athugasemdir