dagskrá Rásar eitt klukkan sjö í kvöld. Guðbrandsmessan mín verður flutt, hluti af íslenskri trúartónlist í dymbilviku. Takk, Ella fyrir að láta mig vita af þessu.
Sarpur fyrir 7. apríl, 2009
minn kæri er hættur, allt draslið flutt yfir í Kaupþing. Og vitið þið hvað? Markaðsreikningurinn, sem hefur alltaf verið óbundinn, er allt í einu orðinn bundinn núna. Má þetta bara sisvona? Inni á þeim reikningi höfum við geymt peninga til að borga staðgreiðsluna og lífeyrissjóðinn minn, tildæmis, nú allt í einu getum við ekki hreyft við þessum peningum fyrr en þann sautjánda, sem er orðið tveimur dögum of seint fyrir staðgreiðsluna og hálfum mánuði fyrir lífeyrissjóðinn. Vill til að við eigum fyrir þessu á annan hátt, en maður hefði nú getað lent í vandræðum út af þessu.
MP, þangað förum við um leið og við getum. Ójá.
Nýlegar athugasemdir