á beina útsendingu frá útskriftartónleikum Listaháskólans, hún Eydís mín Ýr er að útskrifast á víólu og ég sá fram á að ná ekki í Salinn fyrir klukkan átta. En það er gaman að hlusta á netinu, ég hef ekki verið dugleg að hlusta á þessar útsendingar frá skólanum, það eru líka nemendur mínir sem sjá um þær þannig að það er ágætt að fylgjast með þeim líka.
Sarpur fyrir 22. apríl, 2009
húsnæði fyrir Tónverkamiðstöð, húrra.
Við verðum á fjórðu hæð í Skúlatúni 2, gamla borgarstjórnarhúsinu, í sama húsi er til dæmis Staðlaráð Íslands til húsa og fleiri góð fyrirtæki og stofnanir. Fáum þarna ríflega 150 fermetra á ágætis verði.
Verður málað og breytt aðeins áður en við komumst inn, teknir niður veggir þar sem við þurfum einn góðan sal með stóru rými, litlar afhólfaðar skrifstofur henta ekki. Þó ekki séu margir starfsmenn eru ótrúlega margar vinnustöðvar, enda mörg og margs konar handtök unnin hjá okkur.
Ótrúlega fegin að vera búin að taka ákvörðun og koma okkur í farveg.
Nýlegar athugasemdir