Sarpur fyrir 30. apríl, 2009

íbúðin mín

er í rúst.

En vel þess virði fyrir vel heppnað strákaafmæli.

Nóg af pizzum eftir, smá ofmetin pizzuátsgeta.

Enn fimm eftir. Best að reka þá heim – alla nema frænda hans sem verður áfram fram á kvöld. Þeir verða bara að spila í rólegheitum ef ég þekki þá rétt.

Jón Lárus slapp ansi vel í dag, ég er að hugsa um að leyfa honum að taka þátt í tiltekt og þrifum á morgun…

guttinn

hér á bæ er níu ára í dag. Til hamingju með daginn, elsku Finnur minn.

Strákastóð mætir hér á eftir, 10-12 8-12 ára strákar, best að fara að panta pizzur. Pabbinn er löglega afsakaður, skyldumætingarferð í vinnunni, ég er búin að snúa upp á eyrnasneplana á stelpunum að þær verði heima, allavega framan af afmælinu til að hjálpa mér.

bound&gagged

einn ganginn enn: Hvers vegna er ekkert blað hér með svona seríu?


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa