Sarpur fyrir 28. apríl, 2009

whaaaaat?!?

Jón Lárus var að vafstra í heimabanka Kaupþings núna í kvöld og rakst þá á að maður virðist þurfa að borga 45 krónur fyrir heimabankamillifærslu og svo sýnist mér líka þessar 250 fríu debetfærslur sem ég samdi um hjá netbankanum vera dottnar út – farið að rukka fyrir þær.

Má svonalagað? Án þess að láta fólk vita? Vældi hér um daginn yfir því að markaðsreikningurinn sé orðinn lokaður og bara hægt að taka út af honum á ákveðnum tíma mánaðar. Höfum reddað okkur með það hingaðtil, en nú er það bara að hjóla í bankann.

Og bara líka – að borga 45 krónur fyrir að vinna fyrir þá vinnuna, veit ekki betur en dobíu af gjaldkerum hafi verið sagt upp og útibúum lokað til að spara. Og svo á að rukka mann fyrir það líka?

Ljóta ruglið!

gill

góður í dag:

(jámm, hér svona til að linka nú á þetta).

hún

Alda er með beiðni á síðunni sinni um feelgood lög, ég er að hugsa um að herma. Samt ekki endilega feelgood, en mig langar í hugmyndir um góð lög til að spila í bíl, ekki að við eigum ekki helling af músík en það er alltaf gaman að finna ný (eða gömul) skemmtileg lög. Nú er ég ekki að hugsa klassík en það má samt alveg benda á gott slíkt ef það hentar í bíl, þeas. ekki of mikil breidd í styrkleika.

Á bíladiskunum okkar er núna alls konar músík, frá Real Group yfir Abba og REO Speedwagon, Bowie, Sting, Queen, My Chemical Romance, U2, Zappa, Richard Thompson, Imogen Heap, Residents, Opeth og margt fleira. Þannig að nánast allt er opið. Ekki of grjóthart rokk kannski og ekki kántrí samt…

Ég á aðgang að iTunes music store (jei) þannig að á að geta nálgast flestallt.


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa