Sarpur fyrir 14. apríl, 2009

á næstu tónleikum

S.Á. munum við spila hljómsveitarsvítu í D-dúr eftir Bach. Jámm, þessi sem Aría (sem á alls ekki að vera á G-streng) hin fræga er í.

Ég varð eiginlega hálffúl, finnst þetta orðið þreytt stykki, margspilað það og hlakkaði ekki til.

Nema hvað, mætti á æfingu áðan (missti af fyrstu æfingunni á þessu prógrammi, út af Sköpuninni um daginn). Og þá er bara verið að setja þvílíkan kraft í verkið, Arían hröð og gersamlega laust við að vera væmin, fyrsti kaflinn í frönskum stíl, allt bara skemmtilegt. Mikið gaman.

Svo er sinfónía eftir Alan Hovhaness, í einum þætti, lítur vel út, ég er ekki alveg farin að heyra heildarmyndina á henni, og svo hornkonsert eftir Mozart sem ég er ekkert farin að æfa en lítur út fyrir að verða snúnasta verkið á tónleikunum. Einhver leiðinda béatóntegund…

væntanlega loga

bloggheimar nú og ég er að bera í hinn fræga bakkafulla læk, en mikið er ég sátt við útkomu könnunarinnar í Rvk norður. Að Borgarahreyfingin sé komin langt upp fyrir Framsókn er gríðarlega gott. Ekki síður hve Sjálfstæðisflokkurinn setur niður – þó ég skilji engan veginn fólk sem getur hugsað sér að kjósa hann og finnist 22 prósent allt allt of hátt.

Þorgerður Katrín virtist nálægt taugaáfalli í fréttum áðan – vill láta hætta að tala um spillingu flokksins og tala heldur um málefni þjóðfélagsins. Gott og vel, ef D hefði ekki fengið að láta hlutina dankast í alla þessa mánuði eftir hrun hefði maður kannski tekið þetta aðeins til greina.

Kudos svo til Svandísar fyrir að þora að nefna orðið mútur á opinberum vettvangi. Það sem allir hugsuðu…


bland í poka

teljari

  • 374.138 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa