Sarpur fyrir 25. apríl, 2009

listinn

mjakast áfram, nú eru unglingarnir búnir að borða og við það að fara niður í herbergi. Allt á áætlun. Við Jón Lárus ætlum að fá okkur ferskan krækling, með ristuðu brauði og hvítlaukssósu, ég hlakka afskaplega til.

rekstrarvörusala

jæja komið að því, Fífa að fara í kórferð – verður árlegt úr þessu sýnist mér.

Ef einhver vill ágætis klósettpappír (þriggja laga góður Lotus, 30 rúllur á 3.900) eða eldhúsrúllur, (tveggja laga, 20 rúllur á 3.300) keyrt heim að dyrum þá hafið samband.

Já og hún er reyndar líka að selja kórdiska, fínir diskar á 2000 kall, nýjasti síðan í fyrra en það eru líka til eldri Gradualediskar. Upplagt að kaupa til að fylla upp í diskarekkann eða þá fyrir gjafir…

dagurinn

Kjósa
Búð (vantar í afmælismatinn í kvöld)
Tékka á ferskum kræklingum
Freyja á kammeræfingu
Tónleikar hjá yngri krökkunum
Aðrir tónleikar hjá yngri krökkunum
Taka til
Hnoða í og steikja tvöfaldan skammt af tortillum
Taka á móti 10 unglingsstelpum sem eru að koma í gistiafmæli
Steikja hakkjukk fyrir tortillur
Gefa stelpustóðinu að borða
Senda stóðið niður í yngriunglings herbergi og/eða sjónvarpsherbergi
Blása upp tvær stórar og eina litla loftdýnu
Varpa öndinni léttar
Horfa á kosningasjónvarp

Smá prógramm í dag semsagt. Svolítil skörun, (JLS og Fífa taka til og hnoða í tortillur meðan ég er með krakkana á þessum tvennum tónleikum).

Gleðilegar kosningar, kjósið nú samkvæmt sannfæringu og endilega notið kosningaréttinn, hann er ekkert sjálfgefinn.


bland í poka

teljari

  • 374.200 heimsóknir

dagatal

apríl 2009
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
2627282930  

sagan endalausa