Sarpur fyrir 4. júní, 2009

búin að vera að

pirrast ógurlega yfir því að geta ekki hlaðið myndavélarrafhlöðuna þar sem ég er ekki með tengilinn frá bresku snúrunni úr hleðslutækinu yfir í venjulegar innstungur með mér. Þar til Jón Lárus fattaði áðan að það má skipta út snúrunni úr tækinu með snúrunni úr vídeóhleðslugræjunni. Þanebblaþa!

vísur

það er eiginlega skömm að því hvað maður er lélegur að yrkja. Ég er með ofvirkt brageyra og á gott með að hnika til vísum eftir aðra – og þarf iðulega að halda aftur af mér að leiðrétta ekki eða hnýta þegar ég heyri illa samdar vísur, iðulega lesnar með stolti af höfundi.

Hef nokkrum sinnum birt hér góðar vísur eftir pabba, amma mín í móðurætt var meira en liðtæk, mjög skáldleg og svo langafi í föðurætt fínn hagyrðingur. Það er náttúrlega betra en ekkert að hafa svona fjölskyldu þegar maður er tónskáld, enda hef ég iðulega notað texta eftir öll þessi. Pabbi samdi náttúrlega alla textana í barnaóperunni minni. Hér er hluti vísnasafns langafa hins vegar.

Gaman aðissu.


bland í poka

teljari

  • 380.722 heimsóknir

dagatal

júní 2009
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa