Sarpur fyrir 10. júní, 2009

Dagur 3 – Herragarðsheimsókn

1. júní, afmælið hennar Fífu, fékk bók í afmælisgjöf frá okkur (The Graveyard Book eftir Neil Gaiman, sama og skrifaði Coraline (sem NB er hvorki barnabók né (alls ekki) barnamynd þó hún sé leir/teiknimynd)).

Þennan dag áttum við heimboð hjá Þóri ræðismanni í Prag og Íu konunni hans á herragarðinn þeirra um 100 km fyrir utan Prag.

Út í hraðbanka að taka út pening, nógu oft þurftum við að gera slíkt í ferðinni. Rataði á góðan peningaskiptimarkað, þurfti ekki að borga fyrir að skipta í hundraðkalla (gleymdi að nefna það í gær, hraðbankarnir skila aðallega af sér í þúsundköllum tékkneskum ef maður biður um þannig upphæð og ég hafði þurft að borga alveg 5% af upphæðinni daginn áður til að geta látið stelpurnar hafa matarpeninga yfir daginn). Upp á hótel, upp á æfingu stelpnanna á efstu hæðinni, engin lyfta, giska á 5 hæðir. Stelpurnar sem gistu þar uppi voru í fínu tröppuformi eftir Prag.

Messuðum yfir liðinu að vera mætt í matsal hótelsins klukkan 3 slétt þar sem Grétar bílstjóri ætlaði að stoppa og taka okkur upp í á stað þar sem rútur mega eiginlega ekki stoppa, það er bannað að keyra á rútu inn í Prag á virkum dögum og við þurftum að labba út að á og hitta á hann á slaginu hálffjögur. Enginn séns fyrir hann semsagt að stoppa og bíða eftir okkur neitt. Gáfum okkur kortér í labbitúrinn en að safna saman svona stelpuhóp er eins og að smala köttum þannig að kortér enn var gefið til öryggis.

Eitt pöbbastopp, reyndum að finna blessaðan Masterinn, tókst ekki, hann var búinn á kránni sem Jón Lárus hafði fundið hann daginn áður. Bögg. Sáum hins vegar þennan:

Fórum smá rúnt um bæinn, keyptum langlokur í hádegismat í Tesco og fylltum á sjúkrakassann, vantaði hælsærisplástra og svo auðvitað hálstöflur, ekkert skil ég í mér að klikka á hálstöflum í kassann! Á leið heim stoppuðum við á veitingastað, ég fékk það albesta eplastrudel sem ég hef á ævinni fengið. Með karamellusósu, rjóma og ís. (hmm, nú langar mig í eplastrudel). Þjónustan þar var reyndar ekki upp á marga fiska, nánast enginn á svæðinu en við þurftum að bíða í einn og hálfan óratíma eftir kökunni. Mætti halda að þeir hafi þurft að gera smjördeigið og vanilluísinn frá grunni.

Vorum orðin stressuð þegar við fengum loksins köku, báðum um reikninginn strax og gleyptum í okkur. Synd, en ekki máttum við jú vera sein á hótelhittinginn. Hefðum reyndar getað slappað meira af, engin stelpnanna kom fyrr en 5 mínútur yfir 3 og þegar klukkan var orðin kortér yfir voru enn kettir að þvælast utan smölunarhópsins. Hvesstum okkur smá og hlupum af stað í átt að rútunni. Bílstjórinn var orðinn frekar stressaður en þetta náðist nú allt saman – samt fullnákvæmlega fyrir minn smekk. Síðustu stelpurnar komu hlaupandi beint upp í bíl. En náðist.

Ekið að herragarði ræðismanns og frúar. Frábærar viðtökur, æðislegt hús, snilldarmatur og drykkur, júneimitt! Nokkrar myndir:

stelpur fyrir framan
veitingar
hluti veitinganna

alsæll kórstjóri
húsráðendur
húsráðendur
í gestahúsi
sungið í listamannabústaðnum
ég og Þórir
undirrituð ásamt Þóri ræðismanni
hópurinn
kórinn með Elvu fimleikastjörnu.

Stelpurnar sungu svo nokkur lög sérstaklega fyrir Íu, þar sem hún komst ekki á tónleikana í Prag. Eitt dæmi hér:

Innilegar þakkir fyrir okkur, enn og aftur! Fífa var ekki smá ánægð með að fá afmælisveisluna sína á herragarði…

Aftur í bæinn, ekki höfðu allar haft vit á að fá sér vel af veitingunum á herragarðinum, þannig að sumar voru svangar. Vorum að spá í að gefa liðinu Makkdónalds en hættum við, þar sem það er álíka dýrt í Prag og í Reykjavík, fórum í staðinn á stað þar sem fengust pizzusneiðar, heilmikil rekistefna hvernig ætti að panta pizzur þar sem þrjár stelpur myndu deila hverri. Tókst á endanum, allir fengu pizzusneið og gos. Á staðnum var víst resident perri sem stelpurnar höfðu ómælt gaman af, við misstum alveg af honum enda fórum við upp á hótel um leið og pantanirnar höfðu skilað sér, þrjár stelpur voru þar og við færðum þeim pizzu. Hinar gerðu sér að leik að leggja perragildrur, ég þarf eiginlega að heyra aðeins meira af þessu…

Allavega fáránlega gott að komast upp á hótel. Þetta kvöld byrjaði dreifing á Panodil Hot og Strepsils. Átti eftir að verða meira um það.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

júní 2009
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa