Archive for the 'list' Category

yfirhæp

Stundum

eru hlutir skemmdir með því að hrósa þeim í topp.

Oft

efast maður fyrirfram um að slíkt hrós eigi rétt á sér.

En það er engu logið á Gustavo Dudamel. Það er ástæða fyrir því að hann er stjarna, það er ástæða fyrir því að hann var valinn einn 100 áhrifamestu í heimi af Time magazine.

Á tónleikunum í kvöld var ekki nóg með að hann hefði tónlistina og hljómsveitina undir fingrunum heldur hafði hann salinn fullkomlega á sínu valdi. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins og hef ég þó setið ansi marga tónleika hjá frægu og flottu tónlistarfólki. Meira að segja var íslenski tónleikahóstinn varla til staðar.

Kórónaði síðan allt saman með að vera ótrúlega laus við stjörnustæla, lét hljómsveitina njóta klappsins, fór svo langt inn í sveitina undir klappi að blómastúlka Hörpu fann hann ekki fyrr en henni var bent á hann.

Takk fyrir mig, Dudamel og Gautaborg – ég hefði helst viljað halda áfram að hlusta í alla nótt.

ahbú Akureyri

mikið var skemmtilegt að skjótast norður, tónleikarnir hjá Ásdísi, Petreu, Láru Sóleyju, Helgu Bryndísi og Eyrúnu alveg frábærir, svo skemmtilegt að hafa ljóðalestur og málaralist og fatahönnun á tónleikunum (ókei, það var reyndar búið að hanna og sauma flíkurnar). Hvað hét nú ljóðskáldið? Gréta eitthvað – mig dauðlangar í bókina hennar þegar hún kemur út.

Bryndís Ásmundsdóttir kynnti þarna eins og herforingi með húmor – ekki skemmdi það fyrir heldur.

Við Jón bjuggum til úr þessu snemmbúna helgarferð, flugum norður í vetrarríkið seinnipart fimmtudags, tónleikar þá um kvöldið, nutum lífsins í rólegheitum í gær, náðum hluta af kórahátíð í Hofi í dag (reitar eiginlega sér blogg reyndar) og svo flogið heim klukkan fjögur. Og helgin ekki einu sinni búin. Gæti varla verið betra. Systir Jóns og mágur eiga stúdíóíbúð á besta stað í bænum og við fengum að vera þar, allt í auðveldu göngufæri.

Tókum út nokkra veitingastaði bæjarins á þessum örfáu dögum:

Bautinn – alveg fínn bara, ágætis borgari og pizza en það var eiginlega ekkert bearnaisebragð að bearnaisesósunni sem annars seldi mér borgarann.

Bláa kannan – alveg nothæft heitt súkkulaði, ég er búin að læra að sleppa þeytta rjómanum þegar ég veit ekki hvernig súkkulaðið á viðkomandi stað er, eiginlega bara súkkulaðið á Mokka, 10 dropar og 101 restaurant sem þolir að hafa þeytta rjómann án þess að verða of bragðlaust. Rúnnstykki með osti sosum svipað og hvar sem er annars staðar. Tvöfaldi espressóinn hans Jóns og langlokan voru ljómandi góð.

1862 Nordic Bistro í Hofi – afskaplega góðar smurbrauðsneiðar og fínt hvítvín með.

Strikið – besta risotto sem ég hef fengið á veitingastað hér á landi. Kjúklingabitar að mestu mjög góðir en þeir þynnstu voru við það að verða þurrir. Þjónustan fín, ágætis brauð og pestó borið fram fyrir mat, hvítvín hússins líka ljómandi gott.

Pizzustaðurinn Bryggjan var síðan langsíst – hvernig í ósköpunum dettur fólki sem rekur veitingastað í hug að hafa enska boltann gersamlega í botni yfir saklausu fólki sem er að reyna að borða í friði? Nevermænd boltapöbba en svona á ekki heima á veitingastað. (Enda var staðurinn galtómur). Sem betur fer datt okkur í hug að fá bara pizzurnar okkar í kassa og röltum með þær upp í íbúð hvar við kveiktum á kertum og skiptum á milli okkar einum bjór sem ég hafði ekki haft lyst á kvöldið áður eftir rísottóið á Strikinu. Pizzurnar voru sosum ekkert vondar reyndar.

Verst að hafa ekki asnast til að taka vídjóvélina með og taka upp tónleikana, eða allavega verkið mitt. Stelpurnar ætla að renna því inn fyrir mig fljótlega.

Eftir tónleika – komin í lopapeysuna frá mömmu:

gluggi

vorum í dag við helgun á listaverki, steindum glugga sem hann pabbi minn gerði til minningar um hann elsku Halldór okkar sem lést í sumar. Glugginn er í fordyri Garðakirkju á Álftanesi, aðalkirkja Garðbæinga til mjög margra ára. Fyrst var mjög falleg minningarathöfn í kirkjunni, séra Jónu Hrönn mæltist fallega, börn Halldórs og barnabörn spiluðu og sungu og kirkjugestir fengu að vera með.

Glugginn er hér:

og hér er hann með listamanninum:

Við hefðum ekki getað beðið um betra veður – fengum sólarlag frá Álftanesi líka:

hangið

á handriðinu, ég veit ekki hvort þetta var til þerris eða sem dead bodies eitthvað, en þarna voru þær í örugglega 10 mínútur.

Mæli annars með göngunni á morgun klukkan 14:00 frá Karamba, Laugavegi 22.

leikhús, leikhús

hvern langar í leikhús í vetur?

Áskriftartilboð í Borgarleikhúsið: 4 sýningar að eigin vali á 6.900 kr. (2.000 kr. afsláttur). 3.450 kr. fyrir nema. Hafið samband…

menningin

Keyptur nýr sími, check
nýir sálmar, check
Gradualekórinn, check
Áskirkjukórinn, check
Retro Stefson, check
Selurinn, check
Orb sýning, check
Hamborgari og bjór í bænum, neibb
Michael Jackson dansar, check
Húsaskrá Reykjavíkur, check
Fljótandi heliuminnsetning, check
Söngtónleikar í Dómkirkjunni, check
Flugeldasýning, check (sáum af varinhellunni heima – nenntum ekki út aftur)

Akkúrat núna, rauðvínsglas í rólegheitunum heima.

Góður dagur

vísur

það er eiginlega skömm að því hvað maður er lélegur að yrkja. Ég er með ofvirkt brageyra og á gott með að hnika til vísum eftir aðra – og þarf iðulega að halda aftur af mér að leiðrétta ekki eða hnýta þegar ég heyri illa samdar vísur, iðulega lesnar með stolti af höfundi.

Hef nokkrum sinnum birt hér góðar vísur eftir pabba, amma mín í móðurætt var meira en liðtæk, mjög skáldleg og svo langafi í föðurætt fínn hagyrðingur. Það er náttúrlega betra en ekkert að hafa svona fjölskyldu þegar maður er tónskáld, enda hef ég iðulega notað texta eftir öll þessi. Pabbi samdi náttúrlega alla textana í barnaóperunni minni. Hér er hluti vísnasafns langafa hins vegar.

Gaman aðissu.

eitt besta ávarp

sem ég hef lesið ansi lengi var ræða haldin af Karl Paulnac yfir foreldrum nýnema hjá Boston Conservatory. Svolítið löng en verulega þess virði að lesa alla.

„One of my parents’ deepest fears, I suspect, is that society would not properly value me as a musician, that I wouldn’t be appreciated. I had very good grades in high school, I was good in science and math, and they imagined that as a doctor or a research chemist or an engineer I might be more appreciated than I would be as a musician. I still remember my mother’s remark when I announced my decision to apply to music school she said, “you’re WASTING your SAT scores.” On some level, I think, my parents were not sure themselves what the value of music was, what its purpose was. And they LOVED music, they listened to classical music all the time. They just weren’t really clear about its function. So let me talk about that a little bit, because we live in a society that puts music in the “arts and entertainment” section of the newspaper, and serious music, the kind your kids are about to engage in, has absolutely nothing whatsoever to do with entertainment, in fact it’s the opposite of entertainment. Let me talk a little bit about music, and how it works.

The first people to understand how music really works were the ancient Greeks. And this is going to fascinate you; the Greeks said that music and astronomy were two sides of the same coin. Astronomy was seen as the study of relationships between observable, permanent, external objects, and music was seen as the study of relationships between invisible, internal, hidden objects. Music has a way of finding the big, invisible moving pieces inside our hearts and souls and helping us figure out the position of things inside us. Let me give you some examples of how this works. One of the most profound musical compositions of all time is the Quartet for the End of Time written by French composer Olivier Messiaen in 1940.

Messiaen was 31 years old when France entered the war against Nazi Germany. He was captured by the Germans in June of 1940, sent across Germany in a cattle car and imprisoned in a concentration camp. He was fortunate to find a sympathetic prison guard who gave him paper and a place to compose. There were three other musicians in the camp, a cellist, a violinist, and a clarinetist, and Messiaen wrote his quartet with these specific players in mind. It was performed in January 1941 for four thousand prisoners and guards in the prison camp. Today it is one of the most famous masterworks in the repertoire.

Given what we have since learned about life in the concentration camps, why would anyone in his right mind waste time and energy writing or playing music? There was barely enough energy on a good day to find food and water, to avoid a beating, to stay warm, to escape torture why would anyone bother with music? And yet from the camps, we have poetry, we have music, we have visual art; it wasn’t just this one fanatic Messiaen; many, many people created art. Why? Well, in a place where people are only focused on survival, on the bare necessities, the obvious conclusion is that art must be, somehow, essential for life. The camps were without money, without hope, without commerce, without recreation, without basic respect, but they were not without art. Art is part of survival; art is part of the human spirit, an unquenchable expression of who we are. Art is one of the ways in which we say, “I am alive, and my life has meaning. ”

On September 12, 2001 I was a resident of Manhattan. That morning I reached a new understanding of my art and its relationship to the world. I sat down at the piano that morning at 10 AM to practice as was my daily routine; I did it by force of habit, without thinking about it. I lifted the cover on the keyboard, and opened my music, and put my hands on the keys and took my hands off the keys. And I sat there and thought, does this even matter? Isn’t this completely irrelevant? Playing the piano right now, given what happened in this city yesterday, seems silly, absurd, irreverent, pointless.

Why am I here? What place has a musician in this moment in time? Who needs a piano player right now? I was completely lost.

And then I, along with the rest of New York, went through the journey of getting through that week. I did not play the piano that day, and in fact I contemplated briefly whether I would ever want to play the piano again. And then I observed how we got through the day. At least in my neighborhood, we didn’t shoot hoops or play Scrabble. We didn’t play cards to pass the time, we didn’t watch TV, we didn’t shop, we most certainly did not go to the mall. The first organized activity that I saw in New York, that same day, was singing. People sang. People sang around fire houses, people sang We Shall Overcome. Lots of people sang America the Beautiful. The first organized public event that I remember was the Brahms Requiem, later that week, at Lincoln Center, with the New York Philharmonic. The first organized public expression of grief, our first communal response to that historic event, was a concert. That was the beginning of a sense that life might go on. The US Military secured the airspace, but recovery was led by the arts, and by music in particular, that very night.

From these two experiences, I have come to understand that music is not part of “arts and entertainment” as the newspaper section would have us believe. It’s not a luxury, a lavish thing that we fund from leftovers of our budgets, not a plaything or an amusement or a pass time. Music is a basic need of human survival. Music is one of the ways we make sense of our lives, one of the ways in which we express feelings when we have no words, a way for us to understand things with our hearts when we can’t with our minds.

Some of you may know Samuel Barber’s heart wrenchingly beautiful piece Adagio for Strings. If you don’t know it by that name, then some of you may know it as the background music which accompanied the Oliver Stone movie Platoon, a film about the Vietnam War. If you know that piece of music either way, you know it has the ability to crack your heart open like a walnut; it can make you cry over sadness you didn’t know you had. Music can slip beneath our conscious reality to get at what’s really going on inside us the way a good therapist does. I bet that you have never been to a wedding where there was absolutely no music. There might have been only a little music, there might have been some really bad music, but I bet you there was some music. And something very predictable happens at weddings people get all pent up with all kinds of emotions, and then there’s some musical moment where the action of the wedding stops and someone sings or plays the flute or something. And even if the music is lame, even if the quality isn’t good, predictably 30 or 40 percent of the people who are going to cry at a wedding cry a couple of moments after the music starts.

Why? The Greeks. Music allows us to move around those big invisible pieces of ourselves and rearrange our insides so that we can express what we feel even when we can’t talk about it. Can you imagine watching Indiana Jones or Superman or Star Wars with the dialogue but no music? What is it about the music swelling up at just the right moment in ET so that all the softies in the audience start crying at exactly the same moment? I guarantee you if you showed the movie with the music stripped out, it wouldn’t happen that way. The Greeks: Music is the understanding of the relationship between invisible internal objects. I’ll give you one more example, the story of the most important concert of my life. I must tell you I have played a little less than a thousand concerts in my life so far. I have played in places that I thought were important. I like playing in Carnegie Hall; I enjoyed playing in Paris; it made me very happy to please the critics in St. Petersburg. I have played for people I thought were important; music critics of major newspapers, foreign heads of state. The most important concert of my entire life took place in a nursing home in Fargo, ND, about 4 years ago.

I was playing with a very dear friend of mine who is a violinist. We began, as we often do, with Aaron Copland’s Sonata, which was written during World War II and dedicated to a young friend of Copland’s, a young pilot who was shot down during the war. Now we often talk to our audiences about the pieces we are going to play rather than providing them with written program notes. But in this case, because we began the concert with this piece, we decided to talk about the piece later in the program and to just come out and play the music without explanation.

Midway through the piece, an elderly man seated in a wheelchair near the front of the concert hall began to weep. This man, whom I later met, was clearly a soldier even in his 70¹s, it was clear from his buzz-cut hair, square jaw and general demeanor that he had spent a good deal of his life in the military. I thought it a little bit odd that someone would be moved to tears by that particular movement of that particular piece, but it wasn’t the first time I’ve heard crying in a concert and we went on with the concert and finished the piece.

When we came out to play the next piece on the program, we decided to talk about both the first and second pieces, and we described the circumstances in which the Copland was written and mentioned its dedication to a downed pilot. The man in the front of the audience became so disturbed that he had to leave the auditorium. I honestly figured that we would not see him again, but he did come backstage afterwards, tears and all, to explain himself.

What he told us was this: “During World War II, I was a pilot, and I was in an aerial combat situation where one of my team’s planes was hit. I watched my friend bail out, and watched his parachute open, but the Japanese planes which had engaged us returned and machine gunned across the parachute chords so as to separate the parachute from the pilot, and I watched my friend drop away into the ocean, realizing that he was lost. I have not thought about this for many years, but during that first piece of music you played, this memory returned to me so vividly that it was as though I was reliving it. I didn’t understand why this was happening, why now, but then when you came out to explain that this piece of music was written to commemorate a lost pilot, it was a little more than I could handle.”

How does the music do that? How did it find those feelings and those memories in me? Remember the Greeks: music is the study of invisible relationships between internal objects. This concert in Fargo was the most important work I have ever done. For me to play for this old soldier and help him connect, somehow, with Aaron Copland, and to connect their memories of their lost friends, to help him remember and mourn his friend, this is my work. This is why music matters.

What follows is part of the talk I will give to this year’s freshman class when I welcome them a few days from now. The responsibility I will charge your sons and daughters with is this:

If we were a medical school, and you were here as a med student practicing appendectomies, you’d take your work very seriously because you would imagine that some night at two AM someone is going to waltz into your emergency room and you’re going to have to save their life. Well, my friends, someday at 8 PM someone is going to walk into your concert hall and bring you a mind that is confused, a heart that is overwhelmed, a soul that is weary. Whether they go out whole again will depend partly on how well you do your craft. You’re not here to become an entertainer, and you don’t have to sell yourself. The truth is you don’t have anything to sell; being a musician isn’t about dispensing a product, like selling used Chevys. I’m not an entertainer; I’m a lot closer to a paramedic, a firefighter, a rescue worker. You’re here to become a sort of therapist for the human soul, a spiritual version of a chiropractor or physical therapist, someone who works with our insides to see if they get things to line up, to see if we can come into harmony with ourselves and be healthy and happy and well.

Frankly, ladies and gentlemen, I expect you not only to master music; I expect you to save the planet. If there is a future wave of wellness on this planet, of harmony, of peace, of an end to war, of mutual understanding, of equality, of fairness, I don’t expect it will come from a government, military force or a corporation. I no longer even expect it to come from the religions of the world, which together seem to have brought us as much war as they have peace. If there is a future of peace for humankind, if there is to be an understanding of how these invisible, internal things should it together, I expect it will come from the artists, because that’s what we do. As in the concentration camp and the evening of 9/11, the artists are the ones who might be able to help us with our internal, invisible lives.“

(takk Stefán Freyr fyrir ábendinguna)

draugagangur

Fórum á Draugagang í Óperunni í gær, þeas ég og Kristín mágkona, ásamt mömmu og pabba, algjör snilldarsýning ég vona hún verði tekin upp aftur. Eitthvað verið að tala um að þýða textana yfir á önnur mál og markaðssetja þetta fyrir túrista. Engin almennileg svona sýning hér fyrir túrista að ég viti.

En ef þetta verður aftur hvet ég alla til að fara, þetta var alveg bráðskemmtilegt, vel lesið og leikið og sungið.

tvær sýningar

hef farið tvisvar í leikhúsið á innan við viku núna, það er ekki beinlínis vaninn, þar sem við erum allt of löt við leikhúsferðir.

Í dag fórum við Freyja á Hero í Loftkastalanum, KFUM og KFUK standa að sýningunni, hún er virkilega kraftmikil og flott, nokkrir góðir söngvarar – misgóðir auðvitað, það er nú ekkert skrítið í áhugasýningu, en María Magnúsdóttir og Ingunn Huld Sævarsdóttir hvor annarri betri sem aðalsöngkonur, Eiríkur Hilmar Rafnsson flottur Petrus, Sigursveinn Þór Árnason sannfærandi Kristur. Aðrir fínir líka þó þessir hafi nú staðið upp úr. Sævar Daníel Kolandavelu flottur rappari en heldur síðri söngvari. Hljómsveitin þétt undir stjórn Jóhanns Axels Schram Reed, þar fór Meinhornið faglega með sinn bandalausa bassa. Dætur hans voru síðan stjörnur sýningarinnar, auðvitað.

Semsagt bráðskemmtilegt, þó ég sé að sjálfsögðu ekki sérlega sammála þeim grunni sýningarinnar að heimurinn væri kærleikslaus og vonlaus væri það ekki fyrir kristna trú…

Hin sýningin var allt allt allt allt allt allt allt allt öðruvísi, Þrettándakvöld í Þjóðleikhúsinu. Einn tónsmíðanemandi minn sá ásamt félaga sínum um hljóðmynd sýningarinnar. Ég verð að viðurkenna, þó skömm sé frá að segja, að ég hef aldrei farið að sjá Shakespeare leikrit áður (já, ég sagði að við værum gríðarslöpp í leikhúsferðum). Þetta var alveg bráðskemmtilegt, eiginlega farsi með ástarflækjum og misskilningum og mannavíxlum í kross. Arnar Jónsson er stjarna sýningarinnar, verður að segjast, þótt aðrir séu líka mjög fínir, þetta er samvinna Þjóðleikhússins og leiklistardeildar LHÍ. Haraldur og Gunnar Karel gerðu fína hljóðmynd og fengu meira að segja smá að leika. Búningar og sviðsmynd mjög flott, einfalt en áhrifaríkt og gulu sokkarnir með krossböndunum nutu sín þvílíkt vel einmitt fyrir einfaldleikann (já, þið verðið að sjá þetta, eða þekkja leikritið til að skilja).

Mæli sterklega með báðum þessum sýningum – átti reyndar að vera síðasta sýning á Hero í dag, en gæti bæst við allavega ein, en það eru nokkrar sýningar í viðbót af Þrettándakvöldi. Komasooo!

sko

Kanann!

Ég hef verið algerlega ósammála þeim sem segja að við höfum ekki efni á að halda uppi lista- og menningarlífi hér, því ef allt slíkt leggst á hliðina þá er nú ekki mikið eftir fyrir okkur, það væru allavega verulega mikið auknar líkur á fólksflótta úr landi. Segi þetta ekki eingöngu vegna þess að ég lifi og hrærist í þessum geira. Það verður að vera eitthvað annað og meira en bara brauðstritið.

Við vorum um tíma hrædd um að nú myndi fólk spara við sig og taka börnin út úr tónlistarskólum, en biðlistar virðast bara vera lengri en áður, að minnsta kosti í Suzuki, bendir til þess að fólk sé að sjá hvar hin raunverulegu gildi liggja og svo auðvitað að láta ekki börnin gjalda ástandsins.

veður vott

á Menningarnótt, rigning og rok, nokkuð sem er orðið sjaldséð í Reykjavík. Fórum og hlustuðum og horfðum á Freyju, pínulítið svið, krakkarnir komust varla fyrir, en þetta var ógurlega flott hjá þeim samt, tandurhreint sungið og fjölþjóðlegar kynningar á undan. Kannski maður hendi upptökunni inn á jútjúbið, þrátt fyrir að vindurinn spili talsverða rullu í hljóðupptökunni.

Niður í bæ, gegn um Austurvöll, ætluðum á Ingólfstorg en þá var þar svo mikill hávaði að okkur leist ekkert á, röltum upp Bankastræti, sáum lúðrasveit stika upp Bankastræti og Laugaveg, ætli þetta sé fyrsta skiptið sem marserað er þessa leið? Treysta S.L.Á.T.R.I. til að fara ekki troðnar slóðir. Tískusýning að byrja á Klapparstíg, en þá vorum við orðin köld og blaut og drifum okkur heim til að baka vöfflur.

Stelpurnar voru löngu horfnar með vinum sínum í bæinn.

Bróðir Jóns kíkti í heimsókn með þremur öðrum og þegar þau fóru var klukkan orðin rúmlega átta, þannig að við fengum okkur bara að borða og ætlum ekki út aftur fyrr en á flugeldasýninguna. Hefði viljað sjá söngdagskrána fótbrotnu dívunnar og fleiri í Dómkirkjunni, eða þá Hund í óskilum, en það verður að hafa það. Maður er orðinn svo ári latur.

Unglingarnir tveir koma hins vegar væntanlega ekki heim fyrr en eftir flugelda, sú eldri búin að biðja um leyfi til að fara aftur til vinkonu sinnar, ákvörðun mun liggja fyrir síðar í kvöld.

Freyja og félagar

verða í Miðbæjarskólaportinu klukkan 15:40, endilega kíkja.

steingleymdi

að nefna – tja, kannski nýju altaristöfluna eftir Baltasar (ekki Kormák) í Hallgrímskirkju. Gríðarlega flott. Vona að þetta fái að hanga áfram. Og nei, þarf engan ramma…

stuttmynd

fröken Freyja er að fara að leika í einhverri stuttmynd, núna um helgina og í næstu viku. Eitthvað var hún búin að segja okkur af því og var að leita að pilsi sem hún hafði gert, fann ekki en fékk annað lánað. Eitthvað með að stefna að því að öll börn í heiminum fái menntun, árið 2020.

Jú jú, voða sniðugt, endilega vera með í þessu.

Nema hvað. Þetta er þá eitthvað þvílíkt grand, Gael Garcia Bernal er með þetta hér heima, Sean Penn er að gera aðra, og fleiri, eiga víst að verða 8 myndir og sýnast út um allan heim.

Gríðarlega spennandi fyrir hana.

flott sýning

fór á mjög skemmtilega myndlistarsýningu áðan, Hjördís I. Ólafsdóttir sýnir vatnslitamyndir og klippta ketti í litlum sal í Bókasafni Seltjarnarness. Mæli hiklaust með henni (og ekki bara vegna þess að Hjördís er móðursystir mín, sko).

Keypti meira að segja eina mynd, hlakka til að fá hana. Hmm, spurning hvar hún gæti hangið?

samkeppni

humm, ekki fylgist maður með, ég var að frétta það núna að í gangi er samkeppni um nafn á tónlistarhúsið. Spurning um að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug (alls ekki má koma fram neitt – ráðstefnu – neitt, takk)

Annars sé ég grunninn og rúmlega það hér út um gluggann á Sölvhólsgötunni. Inspírasjón?

vaááá

sskúlptúr

frétt og leiðrétting

my bad, snjólistamennirnir eru ekki pólskir heldur lettneskir, veit ekki hvernig þetta rugl varð til. Breytir svo sem ekki miklu.

Stelpurnar og hausinn á hestinum komu svo í Fréttablaði dagsins, reyndar ruglingur á nöfnum stelpnanna, Freyja er rétt en Sæunn situr fremst og Guðrún í miðið. Skil hins vegar ekki nokkurn skapaðan hlut í ljósmyndaranum að birta þessa mynd, hesturinn er alls ekki flottastur frá þessu sjónarhorni:

snæhestur

eitthvað minntist ég á

hest hér í gærkvöldi, Pólverjarnir sem búa í bakhúsinu voru að dunda sér við að búa til snjóhest. Jón Lárus er með mynd hér. Verulega flott.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

maí 2022
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa