Archive for the 'vísur' Category

vísur

það er eiginlega skömm að því hvað maður er lélegur að yrkja. Ég er með ofvirkt brageyra og á gott með að hnika til vísum eftir aðra – og þarf iðulega að halda aftur af mér að leiðrétta ekki eða hnýta þegar ég heyri illa samdar vísur, iðulega lesnar með stolti af höfundi.

Hef nokkrum sinnum birt hér góðar vísur eftir pabba, amma mín í móðurætt var meira en liðtæk, mjög skáldleg og svo langafi í föðurætt fínn hagyrðingur. Það er náttúrlega betra en ekkert að hafa svona fjölskyldu þegar maður er tónskáld, enda hef ég iðulega notað texta eftir öll þessi. Pabbi samdi náttúrlega alla textana í barnaóperunni minni. Hér er hluti vísnasafns langafa hins vegar.

Gaman aðissu.

af vinnusemi

þessi fæddist á irc (hvar annars staðar?):

Flickr, bloggið, facebook, irc
finnst þér nokkuð skrítið
þá netsamskiptin verða virk
í verkum gerist lítið?

fræmundur sóði

gaukaði að mér vísum hér í gær:

Mér þyrfti að koma á þing
af því, að ég veit hvað ég syng
er inn í bankann ég gekk
strax ég bókaðan fékk
greindarvísitölutryggðan eðlisávísanareikning.

Nú hefst kreppa sem engu eirir
úr því heimskan úr hófi keyrir
og Landsbankinn játar
og stoltur sig státar
af að. „Eyddur er geymdur eyrir“

Nú hefur á dal mínum harðnað
og horfir ei vel með minn farnað
Ég er slyppur og snauður
horfinn allur minn auður.
Ég eyddi’ honum öllum – í sparnað.


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

júní 2021
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930  

sagan endalausa