Sarpur fyrir 17. júní, 2009

In memoriam

Einn sá gegnheilasti og besti maður sem ég hef þekkt um ævina lést í nótt aðeins sjötugur að aldri eftir erfið veikindi.

Halldór Kristinn Vilhelmsson, einn besti baritónsöngvari sem þjóðin hefur átt, listasmiður mikill, yndislegur eiginmaður, faðir og afi. Ég man ekki eftir mér án þess að Halldór hafi verið hluti af lífinu, eiginmaður systur mömmu minnar og söngfélagi fyrst foreldra minna og svo sjálfrar mín til fjölda ára.

Ég finn ekki orð, þau eru fátækleg á svona stundu. Elsku Áslaug, Siggi, Hilda, Marta og fjölskyldur, við hér heima samhryggjumst innilega.

Takk fyrir allar samverustundirnar öll þessi ár, og hvíl í friði Halldór minn, ef einhver hefur unnið til þess þá ert það þú.


bland í poka

teljari

  • 380.722 heimsóknir

dagatal

júní 2009
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa