Sarpur fyrir 28. júní, 2009

hlöðuball

okkur hjónum var boðið á hlöðuball i örgustu sveit í gærkvöldi. Datt auðvitað ekki annað í hug en að drífa okkur, þrátt fyrir að eiga ekki tjald (fengum lánað, takk Hallveig og Jón Heiðar) og svo festust bremsurnar á bílnum okkar, ekki þorðum við að taka áhættuna að keyra þannig og eyðileggja draslið þannig að við fengum lánaðan bíl líka (jámm, takk Bjössi mágur).


(mynd fundin hér).

Skemmst frá því að segja að það var alveg hrikalega gaman, og það þrátt fyrir að þekkja varla kjaft á svæðinu. Tvöföld afmælisveisla, vinnufélagi Jóns og frænka hans, góður matur og drykkur, hellingur af skemmtiatriðum, fullt af söng og síðast en ekki síst dansað fram á nótt við ansi hreint þétta ballhljómsveit – höfðum verið stressuð yfir að þarna yrði tóm kántrímúsík með slide gítörum (jakk) en þau spiluðu fyrst og fremst rokk og fóru vel með það. Alveg óhætt að bóka bandið Silfur ef einhver er að halda svona veislu.

Og svo svaf tjaldfælan undirrituð bara mjög vel, man ekki eftir betri útilegu nokkurn tímann. Var náttúrlega hlýtt úti, ég efast um að lofthitinn hafi farið undir tíu gráður. Munar líka að vera búinn að dansa sér til hita hálft kvöldið.

Takk fyrir okkur, Valdi og Bryndís Sunna.


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

júní 2009
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa