In memoriam

Einn sá gegnheilasti og besti maður sem ég hef þekkt um ævina lést í nótt aðeins sjötugur að aldri eftir erfið veikindi.

Halldór Kristinn Vilhelmsson, einn besti baritónsöngvari sem þjóðin hefur átt, listasmiður mikill, yndislegur eiginmaður, faðir og afi. Ég man ekki eftir mér án þess að Halldór hafi verið hluti af lífinu, eiginmaður systur mömmu minnar og söngfélagi fyrst foreldra minna og svo sjálfrar mín til fjölda ára.

Ég finn ekki orð, þau eru fátækleg á svona stundu. Elsku Áslaug, Siggi, Hilda, Marta og fjölskyldur, við hér heima samhryggjumst innilega.

Takk fyrir allar samverustundirnar öll þessi ár, og hvíl í friði Halldór minn, ef einhver hefur unnið til þess þá ert það þú.

Auglýsingar

18 Responses to “In memoriam”


 1. 1 Veiga 2009-06-17 kl. 11:07

  Ég samhryggist. Ég man ennþá hvað ég var hugfangin af söng hans í I Pagliacci. Hann hafði virkilega fallega rödd.

 2. 2 ella 2009-06-17 kl. 12:05

  Samúðarkveðja frá mér.

 3. 3 tóta víóla 2009-06-17 kl. 12:28

  Ég samhryggist ykkur innilega. Halldór var einn sá besti maður sem ég hef nokkru sinni kynnst, Guð blessi minningu hans.

 4. 4 vinur 2009-06-17 kl. 15:13

  Innilegar samúðarkveðjur til Áslaugar og ykkar allra. Halldór var einn af þessum gegnheilu mönnum, blessuð sé minning hans. Gulla Hestnes

 5. 5 Gunnur Ýr Gunnarsdóttir 2009-06-17 kl. 15:42

  Mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Ég var svo lánsöm að kynnast Halldóri örlítið fyrir nokkrum dögum og ég verð að segja að af honum skein hjartahlýjan. Það sást langar leiðir að þarna var yndislegur maður á ferð. Guð gefi ykkur öllum styrk í sorginni.

  • 6 Brynhildur 2009-06-17 kl. 17:26

   Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra.
   Halldórs er djúpt saknað af mörgum. Þetta er yndislegasti maður sem ég hef fyrirhitt. Góðmennskan, heilindin og fallega röddin hans gleymist aldrei þeim sem honum kynntust.

 6. 7 hildigunnur 2009-06-17 kl. 17:26

  Kærar þakkir allar.

 7. 8 parisardaman 2009-06-17 kl. 21:21

  Samúðarkveðja.

 8. 9 Harpa J 2009-06-17 kl. 22:57

  Innilegar samúðarkveðjur.

 9. 11 Steini 2009-06-18 kl. 00:28

  Á eftir að sakna hans, var mér alltaf góður í gegnum tíðina.

 10. 12 Svala 2009-06-18 kl. 00:29

  Tek undir samúðarkveðjurnar.

 11. 13 Guðbjörg Þorsteins 2009-06-18 kl. 09:37

  Ég samhryggist innilega elsku Hildigunnur og fjölskylda. Halldór var svo hlýr og yndislegur maður.

 12. 14 Maggi 2009-06-18 kl. 16:28

  Mikið er þetta fallega sungið

 13. 15 vinur 2009-06-18 kl. 17:12

  Elsku Hildigunnur og fjölskylda, innilegar samúðarkveðju. Halldór var sannkallað gull af manni. Mikið á ég eftir að sakna hans, Hljómeyki er ekki samt án hans.

 14. 17 Ingunn Hildur 2009-06-18 kl. 19:33

  Elsku besta, ég samhryggist innilega. Yndislegur maður hann Halldór og hvílík gæfa að kynnast honum. kær kveðja

 15. 18 Svanfríður 2009-06-19 kl. 13:29

  Ég samhryggist Hildigunnur.Það að hafa kynnst honum var mikil gæfa og færði mér mikla gleði.Góður maður og góður kennari.Kær kveðja,Svanfríður.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 366,069 heimsóknir

dagatal

júní 2009
S M F V F F S
« Maí   Júl »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: