Sarpur fyrir 21. nóvember, 2004

Jón Lárus pantaði bíl frá BSR í kring um miðnætti …

Jón Lárus pantaði bíl frá BSR í kring um miðnætti í gær heim úr partíinu. Fór svo fram í anddyri og beið. Og beið. Og beið. Eftir hálftíma hringdi hann aftur til að ítreka pöntunina. Nema hvað, beyglan á símanum sagði: „Jú jú, við fengum símtalið en við ákváðum að þú þyrftir ekki á bíl að halda“

Hafið þið vitað annað eins? Ég held að ég hefði skellt á prontó og hringt eitthvert annað, en hann varð svo hissa að hann ítrekaði bara beiðnina og beið síðan í annan hálftíma eftir að bíllinn kæmi.

Spurning um að hringja eftir helgi og kvarta, maður á náttúrlega ekki að láta bjóða sér svona þjónustu. Ekki nóg með að þær ákveði sjálfar að það sé greinilega svo mikið fjör í partíunum að viðkomandi komi örugglega ekkert út í bílinn (sem gerist svo sem örugglega oft) en að detta í hug að segja þetta blákalt við kúnnann í staðinn fyrir að segja eitthvað í afsökunarátt um að pöntunin hljóti að hafa farist fyrir einhvern veginn.

Grrrr!

Auglýsingar

bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
« Okt   Des »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar