Sarpur fyrir 20. nóvember, 2004

"deit" i London :-D

Var að henda honum eyva inn aftur á listann, þvílíkt líf komið í færslur hjá honum. Henti honum út þar sem hann var búinn að segjast ekki nenna þessu, sko! En batnandi fólki er best að lifa.
"deit" i London 😀
Originally uploaded by hildigunnur.
Auglýsingar

aaah, sætt :-) Take the quiz: "The MOOD quiz! (…

aaah, sætt 🙂

Take the quiz: „The MOOD quiz! (With cool blinkies!)“

Innocent
You are sweet, smart and kind. You have tons of friends and they all love you. Keep it up, you’re on your way to fortune!

Fórum á vínkynninguna á Nordica, ekkert smá gaman….

Fórum á vínkynninguna á Nordica, ekkert smá gaman. Þvílíkt þess virði að borga sig inn á þúsundkall, fá sitthvort Riedel glasið (kosta mun meira en þúsundkall út í búð) og smakka fullt af nýjum vínum, hafa meiri hugmynd um hvað skal kaupa í næstu heimsókn í Vínbúð. Við ætlum til dæmis pottþétt að birgja okkur upp af Tokaji vínflöskum, þvílíkt og annað eins sælgæti. Eigum reyndar eina ansi góða sauternesflösku, en Tokaji er á fínu verði, miðað við gæðin. Þarna var náttúrlega fullt af góðum rauðvínum og hvítvínum líka. Skildum bílinn eftir, verður sóttur á morgun, ekki séns að keyra heim, þrátt fyrir að við höfum verið að passa okkur þvílíkt, spýtt (ekki alltaf, reyndar) og hellt úr glösum, villt og galið. Maður hefði auðveldlega getað rúllað þarna út.

Svo er Jón Lárus farinn í makalaust vinnupartí, súrt. Ég heima að koma krökkunum niður, Finnur er erfiður og vill alls ekki fara að sofa. Hvað gerir maður við 4 1/2 árs gutta sem bara sofnar ekki? Freyja er sofnuð, hefði getað verið fyrr nema fyrir lætin í bróður sínum, en Finnur er hér uppi og leikur töfrateppi…

Er að lesa Hvítu ljónynjuna eftir Henning Mankell,…

Er að lesa Hvítu ljónynjuna eftir Henning Mankell, á ensku. Stórskrítið að lesa um Wallander á ensku, ég er komin á blaðsíðu 105 og er ekki enn búin að venjast því almennilega. Hef aldrei lagt í frummálið á þeim bókum, þó ég lesi á frummáli það sem ég mögulega get. Sænska er náttúrlega stórskrítið tungumál, kassi þýðir poki, karfa þýðir pylsa, glas þýðir ís og gredda þýðir rjómi!?!?!?


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
« Okt   Des »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar