Sarpur fyrir 5. nóvember, 2004

Vá! Með brönsj á morgun og við vorum nærri því bú…

Vá! Með brönsj á morgun og við vorum nærri því búin að gleyma að starta seydda rúgbrauðinu sem verður í ofninum yfir nóttina. Close call, eða þar skall hurð nærri hælum, ef við viljum nota ástkæra ylhýra, og hver vill það svo sem ekki!

Bóndinn sér síðan um nýbakað ciabatta í fyrramálið meðan ég verð á hljómsveitaræfingu.

Úpps, já, ekki búin að plögga tónleikana á sunnudaginn:

4 bráðefnilegar söngkonur, 3 sóprönur og ein mezzó syngja 8 heví-nei, þungar, dramatískar óperuaríur með hljómsveitinni. Annað á dagskránni er eitt stykki Rossiniforleikur og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna er jú sérfróð um Rossiniforleiki, skv gagnrýnanda Morgunblaðsins síðast. Alina Dubik, kennari divanna fjögurra er greinilega afburðakennari!

Tónleikarnir verða í Seltjarnarneskirkju klukkan 17.00 á sunnudaginn. Allir velkomnir með þúsundkallinn sinn með sér (fimmhundruðkall ef námsmenn, ellismellir eða öryrkjar, frítt fyrir börn og svo má nottla alltaf slást um boðsmiðann minn…)

Auglýsingar

Óli bróðir var um daginn að lenda hlutverki í Óliv…

Óli bróðir var um daginn að lenda hlutverki í Óliver fyrir norðan. Algjör snilld, kallar náttúrlega á það að maður fari norður á sýningu með fjölskylduna. Fyrsta stóra hlutverkið hans hér heima, þó honum gangi mjög vel í Englandi.

Smá ókostur fyrir okkur, þó, hann vill náttúrlega nota bílinn sinn sjálfur, meðan á stendur. Frekjan, alltaf ;-)… Við leigjum nebbla af honum bílinn þegar hann er úti.

Mikið flókið að vera bara á einum bíl. Maður lætur næstum því freistast af auglýsingunni frá Hertz þar sem þeir gætu verið að lýsa heimilishaldinu hjá okkur: ,,Ertu sóttur í vinnuna á réttum tíma? Náði konan ekki að klára á réttum tíma og er að sækja krakkann á leikskólann…“

En ef ég á að borga þúsundkall á dag í bílaleigu, myndi ég frekar vilja borga sjálfri mér hann í bílalán. Og þó, þá þarf víst að borga tryggingar og þannig lagað líka.

Kannski maður haldi strætóstússið og púsluspilið bara út. Annars var Óli búinn að lofa að hann yrði ekki alltaf á bílnum fyrir norðan, kemur yfirleitt heim um helgar ásamt hinum leikurunum og söngvurunum að sunnan.

Finnur vaknaði í morgun og nærri það fyrsta sem ha…

Finnur vaknaði í morgun og nærri það fyrsta sem hann sagði var: Mamma, ég þarf að fá lepp! Ekki vandamálið að nota leppinn, drengurinn steinhættur að vera pirraður og amma hans ætlaði ekki að fá að taka hann af honum.

Las Barist við ókunn öfl í gærkvöldi, mega skemmtileg. Alltaf í barnabókunum, bara.


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
« Okt   Des »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar