Sarpur fyrir 2. nóvember, 2004

hetjudáð dagsins unnin! ég gat raðað úr uppþvot…

hetjudáð dagsins unnin!

ég gat raðað úr uppþvottavélinni!

ekki það að það sé svo erfitt, en eftir svona langan dag virðist það nærri óyfirstíganlegt. Fyrst að koma Freyju af stað í skólann (Fífa bjargar sér sjálf), þá Finn í leikskólann, tónfræðakennarafundur frá 10 til nærri 12, viðkoma í forgarði vítis (keypti mér reyndar alveg ÓGYSSLA flotta skó þar), heim og undirbúa kennsluna í ofurflýti, kenna frá 14.15-18.00, engin pása, sækja Freyju í Garðabæinn, sækja Fífu í kór, heim, borða súpu og harðfisk, keyra Jón í fótbolta, fara á hljómsveitaræfingu, 20.00 til nærri 23.00, síðan í Lyfju í Lágmúla til að kaupa tea tree olíu fyrir eyrnabólguna hennar Freyju, heim. Raða úr uppþvottavél.

samt betra en að raða í vélina.

Sem betur fer eru ekki allir þriðjudagar svona langir, deildarfundir einu sinni í mánuði og hljómsveitaræfingar eiga að vera búnar hálfellefu en ekki ellefu. Get samt vel ímyndað mér að ég verði þreytt næsta þriðjudagskvöld, fyrsta kvöldið sem ég stjórna hljómsveitinni.

kannski ég biðjist undan heimilisstörfunum þau kvöldin…

Auglýsingar

Voru ekki örugglega allir búnir að sjá þetta: F…

Voru ekki örugglega allir búnir að sjá þetta:

Fyrir fólk sem kemst ekki í Atlantsolíu..

Olíufélögin 3, Skeljungur, Esso og Olís stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir

í niðurstöðum samkeppnisstofnunar.

Þeir viðurkenna það – en segja að málið sé fyrnt.

Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo

langt síðan þeir stálu frá okkur.

Við getum svarað fyrir okkur.

Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá

verslum við bara meira á morgun.

Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN!

Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast

sín – þá kaupum við BARA BENSÍN.

Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat,

hanska, grill né neitt annað, við kaupum allt slíkt annars staðar.

Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ! Þeir finna

fyrir því.

Dreifðu þessu á þína vini – og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN.

Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð

en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu „Fólk er fífl“.

Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.

Almenningur


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
« Okt   Des »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar