Sarpur fyrir 16. nóvember, 2004

mikið ÓGYSSLEGA er gaman að vera stjórnandi! Vona…

mikið ÓGYSSLEGA er gaman að vera stjórnandi! Vona að hljómsveitin sé á sama máli. Prófuðum Jólasöguna í kvöld, kom bara vel út, fólkið ánægt. Reyndar ágætt að prufukeyra hana á SÁ, get þá sent nokkur komment norður, smá leiðréttingar ossona.

Vona virkilega að ég fái að gera meira af þessu. Væri sniðugt að fara á stjórnendanámskeið, maður á náttúrlega fullt eftir að læra. Held ég sé ekki svo galin í slaginu, enda kenni ég það, en hitt og þetta annað sem er hægt að læra. Maður þarf bara að hafa hljómsveit í það, ég er ekki viss um að ég myndi geta lært mikið á teoríunámskeiði.. Komment, plís, Danni ef þú lest…

Auglýsingar

40 mínútur úr Hafnarfirði og heim áðan. Og það þr…

40 mínútur úr Hafnarfirði og heim áðan. Og það þrátt fyrir nærri enga umferð. En komum heil heim, ég, Fífa og bíllinn. Svo bara út aftur, út á Seltjarnarnes. Og eftir að sækja ungana í Garðabæ. Eins og ég vildi gjarnan vera heima hjá mér í kvöld 😦

jæja, börnin ekki komin til baka úr skólanum og lí…

jæja, börnin ekki komin til baka úr skólanum og lítur ekki út fyrir verkfall í leikskólum í bráð, verður fínt að hafa vinnufrið. Rosaleg heift er annars í sumum foreldrum gagnvart kennurum, sjá til dæmis kommentakerfið hjá Daníel. Þegar fólk lætur svona út úr sér á opinberum vettvangi, hvað er það þá að segja heima hjá sér, við börnin sín? Ojbara!

að sjálfsögðu! Take the quiz: "Which American C…

að sjálfsögðu!

Take the quiz: „Which American City Are You?“

Boston
You are under-world power and old-world tradition. You get the job done and it’s better if nobody asks how.

verð nú reyndar að viðurkenna að það tók mig nokkrar tilraunir að ná Boston. Fékk svo ráð hjá a fellow Bostonian hvernig hún hefði svarað 😉 Var alltaf Frisco eða Seattle.


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
« Okt   Des »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar