Sarpur fyrir 1. nóvember, 2004

Haldið þið ekki að ég hafi verið að búa til andsty…

Haldið þið ekki að ég hafi verið að búa til andstyggilega erfiða könnun fyrir sjötta hluta krakkana í Hafnarfirði, múohahahahaha! Kenni ekki einu sinni sjötta hluta í ár, þau eiga eftir að fá áfall þegar þau fá þetta í hendurnar. Hins vegar verður prófið í febrúar léttara…

Auglýsingar

Tvennir tónleikar sem mig langar á haldnir í kvöld…

Tvennir tónleikar sem mig langar á haldnir í kvöld. Í Salnum verður strengjakvartett og söngur, meðal annars verk Þórðar Magnússonar sem tilnefnt var til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, mjög flott stykki, ásamt fleiri spennandi verkum. Í Listasafni Íslands (minnir mig, frekar en Reykjavíkur) er síðan Caput að flytja svítu úr óperunni Síðasta söng Guðrúnar eftir Hauk Tómasson, það verk fékk einmitt umrædd verðlaun.

Undarlegt að hafa þessa tvenna tónleika einmitt á sama tíma, ekki svo svakalega stór áheyrendahópur sem sækir í þessa tónlist (mæli samt með Salnum fyrir alla), og svo slatti af fólki sem hefði komið á báða tónleikana, hefðu þeir verið sinn á hvorum tímanum.

Ég kemst hins vegar á hvorugan staðinn, kóræfing í kvöld, bara 2 æfingar fram að mætingunum með Sinfó…

Dæturnar ógurlega glaðar að fara í skólann í morgu…

Dæturnar ógurlega glaðar að fara í skólann í morgun. Bara spurning hvað það verður í marga daga sem þær fá skóla!

Finnur til augnlæknis í morgun; lata augað hans ekkert lagast, búinn að fá lepp. Pirraður. Vona að það gangi samt, hann þarf að hafa leppinn 5 tíma á dag. Hálfblindur ræfillinn, ekki með nema 15% sjón á lata auganu, þó hann sé með gleraugun. Þetta verður víst fram undir jól.


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
« Okt   Des »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar