Sarpur fyrir 23. nóvember, 2004

Æfing í SÁ búin alltaf jafn gaman. Þurfum að fá f…

Æfing í SÁ búin alltaf jafn gaman. Þurfum að fá fleiri raddir með á æfingarnar samt (hvar var eiginlega Finnbogi í kvöld? Og Jón Guðmunds? Hélt að báðir hefðu verið boðaðir) Næsta æfing á Jólasögunni er ekki fyrr en 7. des. Amk eins gott að koma til þeirra nótum…

Önnur kisubjörgun í kvöld, lítill kafloðinn svartur kettlingur var búinn að vera að þvælast hér í dag, og þegar hann var enn hér í kvöld rýndum við Fífa í merkimiðann hans, þar sást með naumindum símanúmer, ég hringdi og kisugreyið var komið svolítið langt að heiman (frá númer 38 til okkar á númer 6) Eigandinn var ekki heima þannig að ég tölti með köttinn heim og inn um glugga.

Eins gott að ég þurfti ekki að taka þennan inn líka. Ekki viss um að Loppa hefði tekið honum fagnandi. En sætur var hann.

Auglýsingar

Freyja spilar þessi ósköp á tónleikum þann 4. des….

Freyja spilar þessi ósköp á tónleikum þann 4. des. Bæði með sellóhópnum sínum og hljómsveitinni. Fyrstu hljómsveitartónleikarnir hennar. Mér finnst alveg hræðilegt að geta ekki verið þar. Kannski amma og afi taki vídeómynd af þessu. Hún er búin að standa sig svo vel í hljómsveitinni, skottan litla. Snarfer fram á sellóið þessa dagana. Hafði náttúrlega nógan tíma í verkfallinu.

Finni gengur líka vel á víóluna, hann biður um að fá að æfa sig á morgnana fyrir leikskóla. Ókei, það er reyndar vegna þess að verðlaun fyrir að æfa sig er smá tími í tölvunni…


bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
« Okt   Des »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar