Sarpur fyrir 28. nóvember, 2004

Frumraun mín sem alvörukórstjóra að baki, gekk bar…

Frumraun mín sem alvörukórstjóra að baki, gekk bara fínt. Var ekkert stressuð, nema á einum stað, þar sem ég hélt að þetta væri að fara í sundur, en þessi frábæri kór minn leiðrétti sig sjálfur, held að enginn hafi tekið eftir villunni nema við, varla tónskáldið. Þetta er svolítið skemmtilegt, þó það sé skrítið að syngja ekki með.

Fyrripartur dagsins fór hins vegar í þrif, herbergið krakkanna var í þvílíkri rúst, tók óratíma að sortéra legókubbana, dúkkufötin og allt hitt smádótið. Nú voða fínt, hvað ætli það haldist lengi?

Hentum líka út fullt af skóm og fötum, sumt í ruslið, annað fer í Góða hirðinn. Þvílík hreinsun.

Auglýsingar

bland í poka

teljari

  • 370.566 heimsóknir

dagatal

nóvember 2004
S M F V F F S
« Okt   Des »
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa

Auglýsingar