Reykjavík Tea Party

jæja, nú skulum við ekki bara mótmæla stjórninni hér, nú skal Bretinn fá að heyra það líka. Var að stofna flettismettishóp um að á milli borgarafundar í Iðnó á laugardaginn og mótmælanna klukkan 3, hópumst við niður að höfn á móts við Kolaportið, allir með einn tepoka (enskan eða skoskan, takk) og hellum teinu úr honum í sjóinn. Táknfræðin ætti að vera augljós. (já, kannski fáum við sekt fyrir að henda rusli, það verður bara að hafa það).

14:40 á laugardaginn kemur. Niðri við höfn. Mætum, og förum síðan á Austurvöll öll með tölu.

(hugmyndin kom upp á ircrásinni minni, ekki af mér sjálfri)

12 Responses to “Reykjavík Tea Party”


  1. 1 Jenný 2008-11-6 kl. 23:11

    Blogga um þetta á morgun.

  2. 2 Rósa 2008-11-6 kl. 23:15

    Skil þetta ekki. Íslendingar stálu af Englendingum. Kommon.

  3. 3 hildigunnur 2008-11-6 kl. 23:16

    Jenný, kúl 🙂

  4. 4 hildigunnur 2008-11-6 kl. 23:20

    Rósa, já það er satt og við skulum sannarlega ekki hætta að mótmæla þeim Íslendingum heldur.

    Bretar eru nú samt ekki að koma vel fram við okkur, hvað er með að frysta eigur bankanna úti, gefa þeim ekki tækifæri á að borga, heimta það af okkur hér heima? Hvað er með að setja á okkur hryðjuverkalög? Ég veit ekki til þess að ég hafi stolið einseyringi af Bretum. Þeir eru að beina reiði sinni að mér og börnunum mínum og barnabörnum. Neitakk!

  5. 5 hildigunnur 2008-11-6 kl. 23:22

    og Rósa, lestu færslu Meinhornsins, hér.

  6. 6 meinhornid 2008-11-6 kl. 23:28

    Og hananú! Annars var ég að taka eftir því að pokateið mitt er hollenskt – eru það ekki tvær ljótar flugur í einu höggi?

  7. 7 hildigunnur 2008-11-6 kl. 23:36

    meinhorn, ekki er það verra 😀

  8. 8 Sigrún 2008-11-7 kl. 00:16

    Melrose´s, þetta íslenska, er enskt, er það ekki??
    Þá mæti ég:)

  9. 9 hildigunnur 2008-11-7 kl. 07:19

    Melroses er skoskt, eins og bæði Brown og Darling. Sigrún, endilega mæta!

  10. 10 Lára Hanna 2008-11-7 kl. 23:50

    Nú þyrfti ég að vera með netfangið þitt. Þarf að spyrja og spjalla.


  1. 1 Meinhornið : Reykjavík Tea Party Bakvísun við 2008-11-6 kl. 23:21
  2. 2 Testurtun « Strč prst skrz krk Bakvísun við 2008-11-8 kl. 12:17

Færðu inn athugasemd




bland í poka

teljari

  • 380.714 heimsóknir

dagatal

nóvember 2008
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30  

sagan endalausa