sölumaðurinn

hann sonur minn er fyrsta barnið mitt sem hefur minnsta vott af sölumannsgeni. Ekki veit ég hvaðan.

Hann hringdi út kertasölu í gærkvöldi og við báðum hann í leiðinni um að nefna klósettpappír/eldhúsrúllur/lakkrís sem systir hans er að selja, svona til að fækka nú aðeins sníkjuhringingunum til frændgarðsins.

Nokkur sýnishorn:

Skyldi nokkuð vera þörf fyrir lakkrís hjá ykkur?
Væri hægt að vekja áhuga þinn á klósettpappír?
Er nokkuð skortur á klósettpappír hjá ykkur?

(já semsagt, salan á fullu…)

12 Responses to “sölumaðurinn”


 1. 1 Meinhornid 2010-11-8 kl. 11:44

  Lakkrís og klósettpappír fara reyndar ágætlega saman. Ég var minna hrifinn af 15 kílóa grænmetispokanum sem var neyddur upp á spúsu í tengslum við eitthvað íþróttavesen.

 2. 2 hildigunnur 2010-11-8 kl. 12:10

  15 kíló :O Má væntanlega nota klósettpappír eftir það líka…

 3. 3 Imba 2010-11-8 kl. 12:10

  Víða er þörf fyrir lakkrís!
  Finnur er alveg með þetta:)

 4. 4 Þorbjörn 2010-11-8 kl. 12:16

  Ég sé foreldrana alveg fyrir mér, á hleri, ískrandi úr hlátri…

 5. 5 hildigunnur 2010-11-8 kl. 12:17

  ég var ekki heima, illu heilli, en jú pabbi hans átti bágt með sig stundum 😀

 6. 6 Meinhornid 2010-11-8 kl. 12:24

  Já þetta var alveg hefndarsending! Maður reyndi og reyndi að elda úr þessu og svo endaði þetta sem ásakandi brún drulla í neðstu ísskápsskúffunni…

 7. 7 hildigunnur einars 2010-11-8 kl. 20:27

  ég var að leita að „like“ takkanum í nokkrar mínútur þangað til ég fattaði að þetta er blogg….en já semsagt „like“ á þetta

 8. 9 HarpaJ 2010-11-8 kl. 22:36

  Er ekki hefð fyrir því að ég kaupi kerti af ykkur?

  Annars er ég að selja gellur fyrir fjöfimiliðið – best að troða inn auglýsingu hér með (múhahahaha!)

 9. 11 ella 2010-11-9 kl. 07:51

  Skilaði þessi könnun á þörf, skorti og áhuga mælanlegum árangri?

 10. 12 HarpaJ 2010-11-9 kl. 11:36

  Tvo pakka eins og síðast (halda í hefðirnar sko ) Rauð, ef þau eru til, annars vínrauð, eða bara einhvern annan lit.

  Gellurnar eru í tveggja kílóa kössum og kosta 2500 kassinn (1250 kílóið sem sagt). Gellurnar eru rosa góðar – en gellukaup eru ekki skilyrði fyrir kertakaupum 😉

  Sendu mér reikningsnúmerið á harpenstein@gmail.com og ég legg inn fyrir kertunum, svo næ ég bara í þau við tækifæri.

  Ef þú vilt fá gellur þá kem ég í bæinn um þessa helgi eða í allra síðsta lagi næstu og get þá skutlað þeim til þín.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.200 heimsóknir

dagatal

nóvember 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: