Sarpur fyrir 13. nóvember, 2010

baka, baka, baka

bakstursdagur mikill hér í dag, Fífa ákvað að baka hafraklatta með rúsínum, ég þurfti að baka eplaköku fyrir kaffisamsæti eftir tónleika Kammerklúbbsins, Finnur var með vinahóp og bakaðir voru karamellusnúðar (ókei, hitaðir, úr frysti) og núna er Jón Lárus að setja seytt rúgbrauð í ofninn, verður þar í nótt. Eigum að koma með íslenskar kræsingar á lokahóf pólsk-íslenska samstarf Kammerklúbbsins annað kvöld, og hvað er íslenskara en seytt rúgbrauð með kæfu?

Krakkarnir (þeas. Fífa og Finnur) voru eiginlega orðin frekar fúl yfir að ég væri alltaf að baka en aldrei fengju þau neitt af afurðunum.

Allavega eins gott að ofninn sé í standi.


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

nóvember 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa