Sarpur fyrir 16. nóvember, 2010

útvarpið

já eða úbartið – þátturinn var semsagt í gærkvöldi, hér er hægt að hlusta. Bara skemmtilegur, þó ég segi sjálf frá… :þ

í tilefni

dags íslenskrar tungu (rekum nú öll út úr okkur tunguna og skoðum hina íslensku tungu), ein færsla um þróun tungumálsins.

Ég er ekki pikkföst á því, ekki einu sinni fylgjandi því að tungumálið megi ekki þróast og breytast. Reyndar er bara kjánalegt að reyna að standa gegn slíku. En ég er svolítið hissa á breytingunni á hugtakinu að vera hálfþrítugur/fertugur/fimmtugur og svo framvegis. Einu sinni þýddi þetta klárlega að vera hálfnaður með tuginn en núna virðist merkingin hafa færst algerlega yfir í helming af fertugu, hjá yngra fólki allavega, semsagt að á tvítugsafmælinu sé fólk hálffertugt og hálffimmtugt við tuttuguogfimm.

Ef við líkjum þessu við klukkuna – myndi einhver skilja hálffjögur sem tvö?


bland í poka

teljari

  • 373.752 heimsóknir

dagatal

nóvember 2010
S M F V F F S
 123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
282930  

sagan endalausa