Sarpur fyrir 27. ágúst, 2004

er að hlusta á voices of light, stykkið sem við ei…

er að hlusta á voices of light, stykkið sem við eigum að syngja með sinfó, þann 11 nóv. ekkert smá flott, ég hlakka þvílíkt til að fara að vinna það. ekkert af því er neitt mega erfitt þannig að ég hugsa að við þurfum ekki að byrja á því alveg strax, en það er það langt að það verður töluverð vinna við það. en vá hvað ég hlakka til að byrja að æfa það með hljómsveitinni!

mér sýnast jólatónleikarnir okkar verða af bandarísku sortinni, jinga ling dæmið, gaman að því, svona til tilbreytingar. best að bjóða benna (stjórnanda í tímabundnu fríi) á tónleikana, held hann verði á landinu þá 🙂

flugeldasýningin á menningarnótt var alveg flott e…

flugeldasýningin á menningarnótt var alveg flott eins og hún á vanda til, en eins og erna segir hjá sér, var hún meira tilviljanakennd heldur en hönnuð.

ég sá einu sinni flugeldasýningu sem hlýtur að hafa verið hönnuð og útfærð af algjörum snillingi. þetta var úti á lignano, og ég var að mig minnir 12 ára. þar komu á himin myndir af blómum og höllum og dýrum, allslags þannig. alltaf þegar ég sé flugeldasýningar, svona við upphöf ólympíuleika og þannig er ég að bíða eftir einhverju þvílíku, en þetta eru bara alltaf sömu búmmin hingað og þangað um loftið. hélt að ég hefði bara ímyndað mér þetta og fór að tala um það við pabba um daginn. nema hvað, hann mundi bara líka vel eftir þessu og hafði oft hugsað það sama (líka að hann hefði trúlega misminnt þetta allt saman)

þetta er sem sagt hægt. og úr því að þetta var hægt þarna fyrir, humm, tja, 28 árum, ætti það að ganga núna, með öllum þessum tölvustýri- og kveikibúnaði!


bland í poka

teljari

  • 380.686 heimsóknir

dagatal

ágúst 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa