Sarpur fyrir 31. ágúst, 2004

enn meira rifs

sko, þið vitið ekki af hverju þið eruð að missa, folkens! berin eru ennþá stór, dökkrauð og hellingur af þeim. boðið stendur enn, spurning hvað berin nýtast fuglunum núna þegar við erum komin með kött í húsið!
enn meira rifs
Originally uploaded by hildigunnur.

hún vinkona mín er nú fyndin alveg án þess að v…

hún vinkona mín er nú fyndin

alveg án þess að vera að hugsa það neitt sérstaklega er hún alltaf á skjön við alla aðra

nú vonast hún til þess að það skelli á kennaraverkfall

þá þarf hún ekki að vakna svona skelfilega snemma til að moka dótturinni í skólann

ég var ekkert að segja henni að mín eldri dóttir er iðulega vöknuð, búin að fá sér morgunmat, smyrja nesti, pakka niður og lögð af stað í skólann áður en við förum á fætur. dugnaður í fífunni minni!

nýr tengill á tannsmiðinn carolu brýt hérmeð reglu…

nýr tengill á tannsmiðinn carolu brýt hérmeð regluna um að tengja bara á þá sem tengja á mig, þetta er bara OF fyndið. hún er reyndar ekki með neina tengla, þannig að maður þolir að það sé ekki tengt á mann!

strákarnir bara kurteisir og skemmtilegir, fífa og…

strákarnir bara kurteisir og skemmtilegir, fífa og rakel halda þeim selskap, smella saman. brill að fá rakel hingað, hún er svo opin og talar náttúrlega pottþétta ensku, fífa hefði örugglega bara verið feimin ef hún hefði átt að sjá um þá ein og þá hefðum við þurft að hafa fyrir þeim. líka fín æfing fyrir enskuna hjá fífu.

fór í ræktina áðan, er algerlega búin. fyrramálið…

fór í ræktina áðan, er algerlega búin. fyrramálið trúlega harðsperrur dauðans, ójæja. á morgun mæti ég með ipodinn til að gera mér dvölina þolanlega, þetta er ekki uppáhaldsiðjan nema síður sé. maður getur mætt með heyrnartól og tengt sig við sjónvörp sem voru í gangi, en í dag voru í þeim britney spears, lou reed og íþróttaþáttur. takk, en nei takk! ég og poddinn erum góðir vinir 🙂

jæja, klukkan að verða 6, best að fara að undirbúa soft tacos til að gefa familíunni, bandarísku strákunum og vinkonu hennar fífu…

nú koma gaurarnir á eftir, í rigninguna. hefðu át…

nú koma gaurarnir á eftir, í rigninguna. hefðu átt að koma fyrir 2-3 vikum frekar. tónleikarnir þeirra uppi í hallgrími annað kvöld klukkan 20.00 ég held að aðgangur sé ókeypis. þetta er víst einn af fínustu drengjakórum bandaríkjanna, verður spennandi að vita hvernig þeir hljóma og ekki síður hvaða prógramm þeir eru með.

maður ætti kannski að henda í þá einu-tveimur verkum? gáfulegt.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa