Sarpur fyrir 13. ágúst, 2004

dýrðin búin. gátum setið smá úti en gáfumst síð…

dýrðin búin.

gátum setið smá úti en gáfumst síðan upp, erum búin að vera að mála húsið, fríska upp á græna litinn á grunninum. passið ykkur ef þið labbið hér fram hjá 😉

fífa var að koma heim með uppskeruna úr skólagörðunum, passlega lítið í ár, þar sem hún og tvær vinkonur deildu einum garði. ekki hætta á að mikið skemmist í ár, við náðum ekki að nýta allt í fyrra.

aðeins farið að kólna, ætlunin samt að veiða nokkr…

aðeins farið að kólna, ætlunin samt að veiða nokkra sólargeisla í dag, gæti vel verið síðasta sólbaðsveður sumarsins. hljómeykispartí hjá mér í kvöld, verður gaman að hitta liðið og skoða myndir frá skálholti. er að hugsa um að hlaða myndunum aftur inn á vélina til að geta sýnt þær í sjónvarpinu í staðinn fyrir á tölvuskjánum, skemmtilegra svoleiðis, ef ég finn út úr því hvernig á að gera það. reyndi að fá skjávarpa en gekk ekki 😦

partí þýðir reyndar þrífa, kominn tími til. húsið var orðið VERULEGA lítt geðslegt. ekkert sem jafnast á við að bjóða fólki heim, maður neyðist til að gera þokkalegt í kring um sig.


bland í poka

teljari

  • 380.723 heimsóknir

dagatal

ágúst 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa