Sarpur fyrir 24. ágúst, 2004

monti mont! fífa var tvær af þeim 57 sem komust…

monti mont!

fífa var tvær af þeim 57 sem komust áfram í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, inn komu 2517 hugmyndir og fífa átti sem sagt tvær af þeim. önnur hugmyndin í samvinnu við tvær vinkvenna sinna en hina átti hún alveg sjálf. þær eru boðaðar í vinnusmiðju snemma í september til að útfæra hugmyndirnar betur.

flottar stelpur 🙂

þá er maður búinn að gera sig að fífli á spunanáms…

þá er maður búinn að gera sig að fífli á spunanámskeiði, bara fínt 😉 framhald eftir einn og hálfan mánuð, þá eiga allir að mæta með einn eða fleiri nemendur með sér og setja á svið kennslustund eða smá tónleika fyrir hópinn. þar ætti ég nú að hafa afsökun, þar sem ég kenni ekki einkatíma, varla fer ég að koma með heilan bekk með mér!

sitjum annars bara hér í tónlistarskólanum og bíðum eftir að fá stundatöflur úr tveim skólum í hafnarfirði til að geta klárað að raða niður tímunum í vetur. ég á eftir að finna einn til tvo bekki fyrir mig.

líst illa á miðvikudaginn hjá mér, sýnist ég verða að kenna nokkurn veginn streit frá hálftvö til sjö, engar pásur, sem þýðir undirbúning frá svona 10 um morguninn; síðan verður foreldratími í suzuki um kvöldið, sé fram á að verða þokkalega þreytt á miðvikudagskvöldum, argh!


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

ágúst 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa