Sarpur fyrir 18. ágúst, 2004

þjóðarhneykslið komið í hús dæmigert að þetta s…

þjóðarhneykslið komið í hús

dæmigert að þetta skuli ekki gerast í riðlakeppni heldur vináttulandsleik. gæti verið vegna þess að ítalirnir voru ekki að leggja mikið í sölurnar, en samt, ítalir ættu samkvæmt fjöldatölum að eiga amk 4-5 lið til að rúlla upp litla íslandi

maður bara fyllist þjóðarstolti 😉

HAAAA? tvönúll í hálfleik í vitlausa átt? þetta …

HAAAA? tvönúll í hálfleik í vitlausa átt? þetta gæti stefnt í þjóðarhneyksli á ítalíu!

rúm mínúta í sanctus kaflanum á vídalínsmessunni k…

rúm mínúta í sanctus kaflanum á vídalínsmessunni komin í tölvuna

góð samviska, setjast út í garð í smástund 🙂

og það kom að því inn um lúguna duttu tvö bréf,…

og það kom að því

inn um lúguna duttu tvö bréf, annað frá tónlistarskólanum í hafnarfirði og hitt frá suzukiskólanum. boðun á kennarafundi, vinnudaga og skólabyrjun. talsvert ólíkt, byrjum núna á föstudaginn í hafnarfirði, kennsla hefst þann 27, fyrsti fundur í suz er ekki fyrr en 30. ágúst og kennsla hefst 7. september. þarna munar því að hafnarfjarðarbær hefur staðið við samninga sem gerðir voru við okkur fyrir fjórum árum en reykjavíkurborg hefur staðið í stappi um útfærslu og smátt letur í samningunum; þar höfum við ekki fengið þær hækkanir sem við töldum okkur hafa samið um. reykvísk börn fá sem sagt um mánuði styttra tónlistarnám á ári en víðast hvar annars staðar.

ekki það, ég vildi nú eiginlega frekar að hafnarfjörður hefði ekki staðið við samninginn og ég hefði enn þrjár vikur í að byrja að kenna þar. ekki finn ég mikið fyrir þessum aurum sem við hækkuðum um, að minnsta kosti…

fór með finn í leikskólann hann var eiturfúll. vo…

fór með finn í leikskólann hann var eiturfúll. vona hann hafi jafnað sig. erfitt að byrja aftur, þó maður sé ekki hár í loftinu. trampaði upp á grænuborg í flíspeysu og gallabuxum og var gersamlega að bráðna.

maður á eftir að muna eftir megasumrinu tvöþúsund og fjögur.

og þó, það er alltaf verið að segja að við þurfum að bíða 50-100 ár eftir næsta svona hitakasti en kom þetta ekki í kjölfar fellibyls við írland? og er ekki líka alltaf verið að segja að veðurhæð um allan heim sé að verða meiri, kannski verða bara fellibyljir við írland sumarlegt fyrirbæri…


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

ágúst 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa