Sarpur fyrir 2. ágúst, 2004

freyja datt af hjólinu hennar frænku sinnar í gær,…

freyja datt af hjólinu hennar frænku sinnar í gær, fékk gat á hausinn(jú, hún var með hjálm) þurfti að fara á vaktina hér á egilsstöðum og láta líma saman gatið. það tók hana og pabba hennar álíka tíma að keyra niðureftir, láta líma sig og komast til baka eins og það hefði tekið þau bara að keyra niður á slysó í fossvogi, nevermænd biðtímann þar. ekki að ég sé að kvarta yfir fólkinu niðri á slysó, sigfús og villi og allir hinir þar eru alveg frábærir og gera sitt besta en það er bara fáránlegt hvað biðtíminn gengur út í öfgar. sumt er bara betra úti á landsbyggðinni.

í dag var farið til reyðarfjarðar í bryggjudorg, f…

í dag var farið til reyðarfjarðar í bryggjudorg, fífa veiddi einn fínan þorsk sem er nú flakaður og kominn í frysti, ásamt lerkisveppunum sem við náðum í í gær, þetta verður síðan sent á eftir okkur í flugi eftir að við komum heim. búin að rúlla upp fönixreglunni í þriðja skiptið, ætli sé ekki kominn tími á minette walters. alveg að verða búin með allar bækurnar sem ég ætlaði að lesa og enn er fullt eftir af fríinu. veðrið mjög fínt uppi á egilsstöðum, en það var vottur af austfjarðarþoku niðri á reyðarfirði.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

ágúst 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa