Sarpur fyrir 21. ágúst, 2004

ó já, gleymdi að plögga: tveir fyrir einn á hap…

ó já, gleymdi að plögga:

tveir fyrir einn á happy end á morgun

allir að mæta!

smá pása frá menningarröltinu, heima til að hátta …

smá pása frá menningarröltinu, heima til að hátta guttann og koma í ró, síðan stingum við pabbi hans af en stelpurnar passa. snilld að vera með innibyggða pössun.

við fífa fórum í göngutúrinn með birnu þórðar klukkan tvö, þvílík mergð af fólki, átti að fara bakgarða og kattaleiðir en ég held hún hljóti bara að hafa hætt snarlega við það, þar sem við gengum bara um göturnar, það er að segja að týsgötunni þar sem við stungum af. göngutúrinn reyndar mjög skemmtilegur en það var bara of margt fólk til að njóta þess almennilega.

náði að tína tvö kíló af rifsberjum (nei, það sést enn ekki högg á vatni á runnunum – hvað er þetta með allt þetta fólk sem ég var búin að bjóða í rifstínslu?) við undirleik útburðarvæls mikils sem barst neðan af laugavegi einhvers staðar frá, ara í ögri, kannski. það voru nú ljótu lætin!

við jón lárus fórum síðan á vínuppboðið á holtinu, steingrímur sigurgeirs röggsamur uppboðshaldari og seldi flestar flöskurnar á eina fyrir tvær. við nældum reyndar í eina, en verðið á vínunum fór langt upp fyrir það sem maður fær þær á í búðum.

heim að borða en töltum síðan aftur niður í bæ, smökkuðum á grillaða nautinu, ætluðum síðan að hlusta á happy end liðið á café óperu en það reyndist þá bara vera fyrir matargesti, frekar zúrt. en kva? ætlum á sýninguna á morgun þannig að ekki missir maður alveg af þessu. líka trúlega minni truflun af brjáluðu reykjavíkurstuði, annað kvöld.

kíktum í iðu í staðinn, aldrei komið þangað áður, snilldarpláss. ég dýrka súpermann/batmanlopapeysurnar í glugganum. iðunn steinsdóttir var að lesa, en finnur var orðinn pirraður þannig að við entumst ekki til að hlusta neitt. hefði viljað heyra í birnu önnu, en hún átti að vera tveim-þrem lesurum seinna þannig að slepptum því.

röltum heim í rólegheitunum, með innliti á hina ýmsu staði, kom líka við í nonnabúð og keypti mér loksins bolinn sem ég er búin að vera að bíða eftir í margar vikur, fjólublár með frímerki framan á. jón lárus hótaði því að ræna honum af mér, og það versta er að trúlega verður hann mun flottari á honum en mér.

jæja, koma drengnum í náttfötin og bursta tennur, stefnan sett á einn guinness í bænum og hvað veit maður?

vínsmökkunin í gærkvöldi var mjög flott, við mættu…

vínsmökkunin í gærkvöldi var mjög flott, við mættum snemma og höfðum vínþjóninn sem sá um kynninguna út af fyrir okkur nærri allan tímann sem við vorum. smökkuðum 8 vín, eitt rósakampavín frá veuve clicquot til að kveikja í bragðlaukunum, þá 3 bordeauxvín, öll frá tveimur mismunandi árum, engir algjörir hákarlar en ljómandi góð vín samt, grand cru, annað yrki þetta fínasta. í lokin var boðið upp á sauternes vín, suduiraut, árgang ’85 það var ekkert smá gott. hlakka til að fara á uppboðið á eftir, ekki svo sem víst að við bjóðum í neitt – amk ekki víst að við kaupum neitt en þetta er samt mjög spennandi 🙂

að sjálfsögðu tókst mér ekki að standast að prófa …

að sjálfsögðu tókst mér ekki að standast að prófa sims, þetta gæti orðið enginn smá tímaþjófur – kannski minnkar bloggið smá 😉 eina sem ég hef tíma til að minnka! humm, gæti líka hætt að kenna eða eitthvað…

bíllinn verður trúlega tilbúinn á morgun, en glætan að mér takist að fá einhvern til að keyra mig upp í biskupstungur til að sækja hann á menningarnótt! ekki það, þarf svosem ekkert að nota hann fyrr en á sunnudag hvort sem er. allt í göngufæri á morgun.


bland í poka

teljari

  • 371.493 heimsóknir

dagatal

ágúst 2004
S M F V F F S
1234567
891011121314
15161718192021
22232425262728
293031  

sagan endalausa