Ástralíutúr H&H dagur fimm. Blue Mountains

Þá hefst nú hin eiginlega vinnuferð!

Höfðum tekið svefntöflur og ég vaknaði klukkan sjö eins og ég geri bara eiginlega alltaf, nánast algerlega laus við flugþreytu og tímarugling. Hallveig vaknaði við klukkuna klukkan níu, enn hressari.

Þokkalegasti morgunmatur, tékkað út af hótelinu klukkan ellefu (þúst hvaða rugl er það annars? að fólk geti ekki fengið herbergin fyrr en klukkan þrjú síðdegis, þrátt fyrir að útskráning sé klukkan ellefu! Ekki það, gerði svo sem ekki til).

Fórum yfir götuna á Harry’s Coffee and Gelato og fengum okkur kaffi og vatn og biðum þar eftir Jo, tengiliðnum okkar og framkvæmdastjóra alls heila klabbsins. Hún kom um tólfleytið og við buðum henni upp á samloku og te og spjölluðum aðeins um framhaldið. Æfing stóð til klukkan eitt, ekki langt frá hótelinu (samt nógu langt til að það hefði ekki verið vit að labba). Hótelgaurarnir voru góða stund að finna töskurnar okkar sem við höfðum geymt meðan við biðum en þær trilluðu nú út á endanum samt.

Míns á ný risastór sólgleraugu! Veðrið var eins gott og það bara getur orðið, hafði farið niður fyrir 30 gráðurnar ofan í sirka 26-28° og sól.

Frábær hópur sem við hittum á æfingunni, þegar við loksins fundum bílastæði (sko ekki einfalt í Sydney). Ein úr hópnum, fiðluleikari og söngvari var með glænýja ógurlega sæta krílið sitt með sér Hér eru þær, Susie (söngvari) Julie (kríli) og svo Tommie teorbuleikari í bakgrunni.

og hér Cathy varagömbuleikari, Hallveig og Jenny sem átti að spila á gömbu en handarbrotnaði í síðasta mánuði og getur ekki spilað. Glatað en Cathy líka mjög fín.

og síðast en ekki síst, hún Jo sem heldur utan um alla þræðina og það er sko henni að þakka að þetta er allt að gerast!

Svo var farið að sækja bílaleigubílinn. Hvorug okkar Hallveigar hefur keyrt í vinstri umferð áður, Hallveig bauðst til að byrja. Jo skutlaði okkur á leiguna, þar var tekinn voðalega krúttlegur skærgulur Peugeot og svo keyrði hún á undan okkur uppeftir sem var ágætt. Hallveig sko massaði vinstrihandaraksturinn.

Húsið alveg voðalega fínt, risastórt alveg með tveimur svefnálmum og þremur svefnherbergjum. Þessi dásemd í garðinum, fiskar og allt.

Skotist að kaupa eitthvað að drekka og (frekar óspennandi) Aussie Cheesesteak. Þreyta. Hvíld. Sofa.

0 Responses to “Ástralíutúr H&H dagur fimm. Blue Mountains”



  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

mars 2023
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: