Sarpur fyrir 4. mars, 2023

Ástralíutúr H&H dagur 2. Singapore

Hér kemur strax næsti dagur því ekki sendi ég út frá langa fluginu! (né nennti að skrifa á meðan það var). Vöknuðum semsagt eftir steinsvefn í allavega 6 klukkustundir (takk svefntöflur) þrátt fyrir karldreifinn. Hann skammaðist svo til að flytja sig aftur til konunnar síðasta ca einn og hálfan tíma og ég var fljót að flytja mig yfir í sæti I. Nýju noise canceling heyrnartólin sem Jón gaf mér í fyrirfram afmælisgjöf voru alveg að gera sig!

Þetta fannst mér merkilegt! Hægt að spjalla við aðra farþega í vélinni:

Þrátt fyrir hálftíma töf á Heathrow lentum við á undan áætlun. Flugstöðin í Singapore er snyrtileg og fín, við þurftum að skrá upplýsingar um okkur til að komast inn, fórum svo í röð en þá kom flugvallarstarfsmaður og dró alla Evrópubúana úr röðinni og í aðra talsvert styttri þar sem var sjálfvirkni. Hallveig þurfti reyndar að fara til starfsmanns, hafði víst misritað eina tölu í upplýsingagjöfinni en það tók bara smástund. Töskurnar okkar rúlluðu svo báðar samviskusamlega á svæðið og við tókum leigubíl á hótelið, lúxusdýr sem við erum!

Hótel mjög huggulegt og fínt og gosbrunnur fyrir utan. Get ekki póstað vídeóinu með minn aðgang en það er allavega á insta hjá mér ef einhver vill sjá.

Út skyldum við fara eftir smá hvíld á herberginu og einn bjór eða svo. Carlos tengdasonur hefur verið í Singapore og sagði okkur að við yrðum að prófa hawker centres, mathallir sem þau eru fræg fyrir hér. Fórum í eitt það flottasta, sögufrægt hús sem leigubílstjórinn á leiðinni á hótelið sagði að við mættum alls ekki missa af!

Röltum þangað, ekki mjög spennandi leið en húsið var flott og allir þessir götubitastaðr! vó!

Hokkien fyrir mig, lengi langað að prófa, Hallveig fékk önd og meira að segja tófúið var gott! Og þá er mikið sagt!

Leiðin til baka var talsvert skemmtilegr! Fórum inn í China Town. Einn drykkur og rölt í svakalegri stemningu og svo bara upp á hótel.

Og hér er ég nú og held vöku fyrir Hallveigu. Best að hætta…

Ástralíutúr H&H dagur 1

Þá hófst ferðin mikla og langþráða! Við Hallveig systir á leið til Ástralíu að flytja kammeróperuna Traversing the Void, tónlist mína við texta Josephine Truman sem býr á skógareldasvæði í Blue Mountains fyrir austan Sydney.

Finnur skutlaði út á völl, vélin ekki fyrr en klukkan hálfeitt og það var afskaplega næs bara, engin traffík. Obligatoríska mímósan og laxabrauðsneiðin á Nord. Kostar smá en er líka ansi vel útilátin.

Fyrra flug dagsins og það fyrsta af sex í ferðinni var nú bara til London. British Airways stóðu sína plikt með ágætum. Sniðugt hvernig þau hlaða í vélar, kallað inn í hollum eftir hvar fólk sat í vélinni, fyrst liðið í bissniss class og svo eftir hópum, öftustu fyrst. Við vorum í síðasta hópnum, sátum i fínum sætum í 9. röð. Freistuðumst næstum því að setjast í tóma öftustu röð á bisniss en lögðum ekki í það, allavega ég.

Flugið ekki sérlega í frásögur færandi. Flugstöð 5 á Heathrow ný og fín, kíktum í Boots og fengum okkur síðan að borða á Vagabond. Reitaði ekki mynd. Ætluðum í lounge en þá var löng biðröð inn í það og við hefðum ekki getað verið nema ca hálftíma hvort sem er. Svo fengum okkur sitthvort vínglasið á bar og stímdum síðan út að hliði 10 fyrir langa flugið, tæpir 13 tímar.

Þokkalega risastór vél, sjáið þennan hreyfil!

samt ekki eins stór og vélin við hliðina sem var tveggja hæða.

Ekki alveg stútfull vél, við Hallveig náðum heilli sætaröð þar sem við áttum að sitja í sætum J og K en I var laust. Það var ekki SVO slæmt!

Sá Adam var reyndar ekki lengi í Paradís því einhver leiðinda gaur kvartaði, ca klukkutíma eftir flugtak um að inflight entertainment kerfið hans virkaði ekki og var fluttur í sæti I! og manspreadaði þar eins og enginn væri morgundagurinn. Við vorum alveg mökk súrar yfir því, því auðvitað steinsofnaði gaurinn nánast strax yfir myndinni sinni og svo hafði konan hans flutt sig í ónýta sætið hans til að hafa betra pláss!!! Urrr!

Tókum svo síðan svefntöflu og steinsofnuðum. Meira á morgun!


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

mars 2023
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa