Fyrri löngukeyrsludagur – Canberra hér kæmum við.
Húsið góða í Bullaburra kvatt. Það sem hafði verið mikill lúxus þar hjá okkur.

Hallveig tók fyrri legg, þetta er um þrír og hálfur tími. Svolítið mikið af þessum gaurum á götunni en umferðin samt alveg þolanleg. Veit ekkert hvað hann var að gera þarna megin, var á hraðakstursgreininni.

Matarstopp og teygjúrskönkum í mjög krúttlegu kaffihúsi á leiðinni.


Lent í Canberra um fjögurleytið, mjög fín smáhýsi en slatta langt frá bænum og einhvern veginn ekkert í kring, við héldum að við yrðum kannski í meira göngufæri við búðir og þannig en það var semsagt ekki. Hallveig skaust í sund og ég lagði mig, eftir að hafa fullvissað mig um að ég yrði sótt til að fara á kóræfinguna um kvöldið, háskólakór ætlaði semsagt að flytja þrjú af lögunum mínum á tónleikum föstudagskvöldsins.

Herbergið mitt og svo hér útsýnið af svölunum. Kannski morgunsól…

Stephen Horn, frændi hennar Jo sem syngur í háskólakórnum náði í mig, komum við og ég keypti mér eitthvað smá að borða og oggulítinn bjór fyrir kvöldið, æfingin gekk þokkalega, gaf leyfi fyrir að nota píanóið með Sálmi 150 því hann er slatta snúinn rytmískt, í verkinu er symball og á æfingunni var einhver með smá handsymbal og það var ógeðslega fyndið en þau ætla að redda alvöru symbal á fæti fyrir tónleikana. Þurfti smá að leiðrétta framburð, skiljanlega, erfiðast var au-ið í Vorlauf. Ekki fyrsta skipti sem einhver syngur það upp á þýska mátann.
En þetta verður fínt.


Komin í lúxuskabínuna, reddaði skattstaðgreiðslunni á síðasta séns, pínuoggulitli bjórinn minn kominn í glasið og fer að hrynja út!
Nýlegar athugasemdir