Ástralíutúr H&H dagur 4. Sydney

Jæja. Þá var það sjálf Sydney!

Flugið gekk fínt, pínu þröngt en slapp til. Fjögur sæti í miðjuröð, við vorum í tveim til vinstri og svo einn gaur í því ysta til hægri. Ágætt að geta breitt smá úr okkur, bæði með dótið okkar og svo að lyfta armhvílunum og geta fært okkur örlítið til.

Þurftum að fylla samviskusamlega út bleðil með upplýsingum um okkur og hvern dauðann við værum annars að vilja til Ástralíu. Mikið er þægilegt í Evrópusamvinnu að þurfa ekki að vera með svona persónunjósnir milli landa!

Lent á svæðinu, við gátum ekki notað sjálfvirkan skanna á leið í gegn um útlendingaeftirlit heldur þurftum í langa röð. Ég komst svo beint í gegn en Hallveig lenti í einhverju úrtaki og var kippt til hliðar þegar hún var búin að sýna miðann sinn og passann. Rýnt mikið í myndina af henni í passanum en loks hleypt inn. Höfum á tilfinningunni að það geti verið vegna upplýsinga um Kínaferð sem kom fram í passanum, en annars höfum við ekki græna glóru – þetta er ágætis mynd af henni!

Upp á hótel, þokkalega staðsett, vældum okkur inn í að fá að komast inn í herbergið snemma, vorum mættar um níuleytið en áttum ekki herbergið fyrr en frá klukkan þrjú! Ég VEIT EKKI hvernig við hefðum eiginlega verið ef við hefðum þurft að redda okkur ósofnar í alla þessa klukkutíma! (Hallveig var búin að bilja um early check in þegar hótelið var pantað og ítreka síðan en hafði ekki fengið nein svör nema að það færi eftir hvort eitthvað væri laust). Það var ekki fyrr en hún sagði að við myndum þá kaupa okkur auka dag til að geta komist inn að gaurarnir tveir létu sig og neinei það þyrfti nú ekkert!)

Netið á hótelinu vægast sagt slappt en ég náði samt að lokum að láta Jo vita að við værum lentar. Svo steinsváfum við til hádegis og veitti ekki af!

En nú áttum við semsagt heilan dag (mínus morgun) í Sydney og hann skyldi notast í topp. Liðið í hótellobbíinu benti okkur á að fara aðeins í norðurátt og þar væri gata með slatta af ágætis veitingastöðum. Við þangað. Þeir reyndust nú ekki sérlega spennandi en við settumst inn á ítalskan stað sem leit þokkalega út og fengum okkur einhverja steikarsamloku (ég) og kjúklingaborgara (Hallveig). Það var vægast sagt fáfengilegt en vorum allavega ekki svangar á eftir. Upp á hótel aftur með viðkomu í búð, smá vatn og hindber duttu í körfuna.

Svo niður í bæ. Það var hins vegar tóm snilld. Gengum gegn um grasagarðinn sem er stórkostlegur, við Jón Lárus vorum búin að taka hann út þegar við fórum 2010 en það var í maí og hann var talsvert blómlegri núna. Sáum samt engar leðurblökur eins og síðast.

Þessir kisar urðu á vegi okkar í einu fjölmargra vatns/bjórstoppa:

(öll dýr heita sko kisar heima hjá Hallveigu!)

Komum síðan vestan megin að Óperuhúsinu sem var að sjálfsögðu skyldustopp og reyndar eina sem Hallveig ætlaði alls ekki að missa af. Svo fínt! Kíktum inn, engar sýningar í gangi fyrr en í júní, sumarfrí í óperunni svo við fórum ekki nema rétt inn í anddyri. Óperubarinn var samt opinn svo þar mátti fá sér einn drykk í hitanum. Fundum ekki sæti nema í sólinni svo blævængirnir dýru síðan daginn áður komu í góðar þarfir, bæði til að kæla og til að leggja yfir útsetta staði í brennandi sólinni. Við vorum reyndar sem betur fer með öfluga sólarvörn keypta heima á Íslandi og duglegar að nýta okkur hana. Annars værum við bókað þokkalega sólbrenndar eftir daginn!

Brúin fína í baksýn.

Ég stakk upp á því að við færum í smá siglingu á höfninni, við Jón höfðum gert slíkt 2010 og Hallveig tók því fagnandi. Fætur voru líka orðnir svolítið aumir í sandölunum sem ekki höfðu fengið neina notkun, hvað þá í svona hita, síðan síðasta sumar svo það var ansi hreint gott að setjast og sigla. Tókum bara strætóbát sem fór klukkutíma hring frekar en túristadittó.

Tvö af mínum uppáhalds kennileitum:

Enduðum á því að vandræðast í góða stund með hvað við ættum að fá okkur að borða, gúgli frændi vísaði á ítalskan stað í grenndinni, við þangað, ekkert laust uppi en mættum fara niður á barinn og hinkra í hálftíma eða svo eftir lausu borði. Á barnum var síðan bæði gríðarleg stemning og fínasta úrval af barsnakki svo við ákváðum að fá okkur þar bara arancini, burrata, brauðskál og vöfflufranskar, já og freyðivín sérstaklega bruggað fyrir veitingahúsið (eða allavega sérstaklega bottled fyrir þau). Þetta reyndist algjört himnaríki. Tókst semsagt að borða á (ca) versta og (örugglega) besta ítalska staðnum í Sydney! Hefði viljað taka mynd af smáréttunum okkar en það var svo dimmt niðri að það eiginlega hefði ekki gert sig.

Leigubíll upp á hótel, aumir fætur munið þið – settumst í bólið og horfðum á þátt af Stormi sunnudagsins og grétum aðeins með úttauguðu hetjunum okkar. Svefntafla og steinsofnuðum báðar á punktinum! Snilldardagur!

0 Responses to “Ástralíutúr H&H dagur 4. Sydney”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

mars 2023
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: