Sarpur fyrir 28. maí, 2010

Dagur #7. Út úr bænum

Þennan dag vorum við allan í burtu frá Sydney, tónleikar og fundir í Campbelltown, um 40 km fyrir sunnan og vestan borgina. Tókum rútu ásamt delegates klukkan 11 og keyrðum í frábæru veðri, sól og 23° hita til Campbelltown sem er víst ekkert sérlega skemmtilegur bær, var búið að segja okkur. Kom líka í ljós að það stóðst, allavega að einu leyti.

Kom reyndar ekki neitt þannig gríðarlega að sök þar sem við vorum eiginlega eingöngu í listasentri staðarins, hádegismatur og tónleikar klukkan eitt, gríðarlega flottir strengjakvartettstónleikar með áströlskum kvartettum, sérstaklega var sá fyrsti skemmtilegur.

Þetta flotta selló hékk uppi á vegg í sentrinu:

Þá var aðalfundur ISCM samtakanna í Civic Center bæjarins, við Jón Lárus nenntum nú ekki að hanga yfir því nema að litlu leyti. Fórum út og fengum okkur einn bjór. Á leiðinni niður í bæ lendir Jón Lárus hins vegar í (sem betur fer ekki alvarlegri) líkamsárás – hann segir betur frá því á síðunni sinni hér.

Bjórinn fengum við þegar við vorum búin að jafna okkur, hef nú reyndar setið á huggulegri bar, billjarðstofa og ekkert sérlega skemmtilegt lið en gátum sest út á svalir með fínu útsýni og í ágætis næði. Búin með bjórinn settumst við í ljómandi skemmtilegan garð og lásum þar til Kjartan sendi okkur sms um að spennandi hluti fundarins væri að byrja. Uppreisn og kosningar og læti, fór því miður ekki nógu vel að því er við vildum en ég er nú ekki að hugsa um að fara út í ISCM pólitík hér.
Bráðfínar kynningar á næstu hátíðum, Zagreb í Króatíu á næsta ári, Belgía með keflið 2012, Austurríki/Slóvakía með samvinnu 2013, Pólland 2014 og Slóvenía og Ítalía bítast um hátíðina 2015, það verður ekki ákveðið fyrr en á næsta ári. Nokkur framboð komu fyrir hátíðarnar 2016-2018, við vorum að pæla í hvort við ættum að stefna á hátíð hér heima en það liggur svo sem ekki á – ekki víst að fólk hefði tekið vel í slík framboð með eldfjallið logandi.

Blóm fyrir utan sentrið:

Öllum smalað í rútuna eftir að fundi var slitið (örugglega hálftíma seinna en búist var við). Aftur í Arts Center hvar boðið var upp á fingramat í kvöldverð, sem betur fer nóg af honum, allir voru orðnir sársvangir eftir langan dag.

Sá þarna gest með það alsíðasta hár sem ég hef á ævinni séð:

Seinni tónleikar kvöldsins voru vægast sagt ekki eins skemmtilegir og þeir fyrri. Flottur hópur frá Belgíu að spila en ésúsminn hvað flest verkin voru óhugnanlega leiðinleg! Varð þeirri stund fegnust þegar tónleikarnir voru búnir og við fórum í rútuna heim á hótel. Fórum beint í háttinn (við hávær mótmæli Færeyinganna sem vildu djamma) en þar sem planið var að fara á ströndina snemma morguninn eftir var var ekkert vit í að vera í einhverju rugli. Kíktum nú samt á netið í smástund, Jón Lárus hafði sofið nær allan seinni hluta tónleikanna og í rútunni heim var hann ekki sérlega syfjaður…


bland í poka

teljari

  • 380.721 heimsóknir

dagatal

maí 2010
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa